fbpx
Fimmtudagur 07.nóvember 2024
Fókus

Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Skúla Mogensen

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 28. mars 2019 13:03

Maður margra hæfileika.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli Mogensen, forstjóri flugfélagsins Wow Air hefur vaðið eld og brennistein til að bjarga flugfélagi sínu síðustu vikur, en í morgun var það staðfest að WOW Air er hætt starfsemi. Það þarf þó ekki að hafa áhyggjur af Skúla Mogensen, enda hefur hann komið víða við og sýslað margt á ævinni. Hér eru fimm hlutir sem þú vissir hugsanlega ekki um Skúla.

Heimspekingurinn sem varð forstjóri.

1. Í fótspor heimsþekktra milljarðamæringa

Skúli er fæddur þann 18. september árið 1968, en hann hélt nýverið uppá glæsilegt fimmtugsafmæli. Hann er elsti sonur Brynjólfs Mogensen, bæklunarlæknis og Önnu Skúladóttur, löggilts endurkoðanda og fyrrverandi fjármálastjóra Reykjavíkurborgar. Raunar dvaldi Skúli í Svíþjóð öll æskuárin þar sem faðir hans var í sérfræðinámi og síðar doktorsnámi. Skúli talar því reiprennandi sænsku og hefur það gagnast honum vel, til dæmis þegar tölvufyrirtæki hans Oz var í samningaviðræðum við sænska risann Ericsson á árum áður.

Kennarar og kapítalismi.

Skúli flutti til Íslands ásamt fjölskyldu sinni á unglingsárunum og settist á skólabekk í Hagaskóla. Síðar nældi hann sér í framhaldsskólapróf í Menntaskólanum við Hamrahlíð, þar sem honum fannst ríka of mikil kapitalísk hugsjón meðal kennaranna. Leiðin lá síðan í Háskóla Íslands þar sem Skúli lagði stund á heimspeki og stjórnmálafræði. Það nám kláraði hann ekki og í raun er hann ekki með háskólapróf, líkt og heimsþekktu milljarðamæringarnir og forstjórarnir Bill Gates og Mark Zuckerberg.

2. Fékk sér verðbréfamiðlara 17 ára

Eftir nám í Menntaskólanum í Hamrahlíð fór Skúli sem skiptinemi til Bandaríkjanna og bjó hjá frumkvöðli í San Diego í Kaliforníu. Hann hefur látið hafa eftir sér að þar hafi hann fengið viðskiptabakteríuna. Hann fór með spariféð sitt með sér til Bandaríkjanna og stofnaði reikning hjá verðbréfamiðlara aðeins sautján ára gamall. Síðan þá hefur hann fylgst vel með mörkuð og keypt og selt hlutabréf.

Scandic blómstraði á tíunda áratug síðustu aldar.

3. Braskaði með miða á HM

Skúli stofnaði fyrirtækið Scandic hf. með Ragnari Þórissyni árið 1993 og sérhæfðu þeir sig í að selja körfubolta- og fótboltamyndir á Íslandi. Þeir sem voru í grunnskóla um miðjan tíunda áratug síðustu aldar muna eflaust eftir þessu íþróttamyndaæði sem greip um sig og getum við þakkað Skúla fyrir það.

En Ísland var ekki nógu stórt fyrir þá Ragnar og Skúla því þeir sölsuðu undir sig Norðurlöndin líka. Svo mikið var að gera hjá tvímenningunum að Skúli þurfti að flytja til Danmerkur til að sjá um söluskrifstofu Scandic þar.

Árið 1994, rétt eftir heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Bandaríkjunum, voru einnig sagðar fréttir af miðabraski þeirra Skúla og Ragnars. Hermdi fréttin að Upperdeck, fyrirtækið sem framleiddi íþróttamyndirnar, hafi úthlutað þeim 100 miðum á úrslitaleikinn í Los Angeles og var ætlunin að Skúli og Ragnar kæmu miðunum til úrvalsviðskiptavina sinna. Skúli og Ragnar mættu hins vegar fyrir utan leikvanginn Rose Bowl þar sem úrslitaleikurinn fór fram og seldu miðann á 100 dollara stykkið, og græddu um tvær milljónir króna á miðabraskinu. Óljóst er hvort þeir hafi viljandi braskað með miðana eða misskilið þessa gjöf Upperdeck.

4. Snýr hann sér að málaralist eða tennis?

Skúli er ekki mikið fyrir að bera sitt einkalíf á torg í fjölmiðlum. Hann er þó KR-ingur og æfði fótbolta með félaginu á yngri árum. Þá ku hann hafa mikinn áhuga á málaralist og teiknaði mikið, iðju sem hann þurfti að leggja til hliðar eftir að viðskiptalífið kallaði af miklum þunga. Þá segir sagan að hann geti einnig smassað bolta eins og enginn sé morgundagurinn á tennisvellinum – eða svo gerði hann allavega hér í denn.

Fótboltastrákur.

5. Rak skemmtistað með Björgólfi Thor

Þegar Skúli var aðeins 21 ára tók hann við rekstri Hótel Borgar í félagi við tvo aðra – þá Birgi Bieltvedt og Bjarna Þórhallsson. Þremenningarnir breyttu miklu á Borginni og töldu staðinn vera fína tilbreytingu við skemmtistaði eins og Tunglið, sem hét þá Laguna og Casablanca. Taldi Skúli þá staði vera orðna þreytta.

Skúli skemmtistaðakóngur.

Nokkrum árum síðar tók Skúli svo við rekstri Tunglsins ásamt útrásarvíkingnum Björgólfi Thor Björgólfssyni, sem vart þarf að kynna.

Tóku til hendinni á Tunglinu.

Var Skúli kokhraustur í fjölmiðlum og sagði að ákveðin þreyta væri komin í íslenskan veitingahúsarekstur og að menn væru að opna nýja staði á gömlum grunni og það eina sem þeir væru að gera væri að mála einn vegg og breyta um nafn. Því var Tunglinu gjörbreytt undir stjórn þeirra félaga og höfðu þeir eitt mottó, ef marka má atvinnuauglýsingar:

„Vanir menn – vönduð vinnubrögð“

Maður dagsins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ljúf lesning fyrir ljóðaunnendur

Ljúf lesning fyrir ljóðaunnendur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Matt LeBlanc spottaður í nýju dularfullu vinnunni eftir að hafa sagt skilið við Hollywood

Matt LeBlanc spottaður í nýju dularfullu vinnunni eftir að hafa sagt skilið við Hollywood
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Þetta er náttúrulega eins og maður sé að mæta á hóruhús“

„Þetta er náttúrulega eins og maður sé að mæta á hóruhús“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Allt fór á hliðina um helgina þegar Lína Birgitta var sökuð um að herma eftir íslensku merki: „Það sem ég ætla að gera núna er að sýna ykkur staðreyndir“

Allt fór á hliðina um helgina þegar Lína Birgitta var sökuð um að herma eftir íslensku merki: „Það sem ég ætla að gera núna er að sýna ykkur staðreyndir“