fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Fókus

Paul McCartney lætur Leaving Neverland ekki sverta minningar sínar um Michael Jackson

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 26. mars 2019 21:00

Samstarfsfélagar í den.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bítillinn Sir Paul McCartney segist ekki hafa vitað neitt um einkalíf tónlistarmannsins Michael Jackson. Paul var spurður út í samband hans og Michael á útvarpsstöðinni Radio Futuro í Síle, í ljósi nýútkominnar heimildarmyndar, Leaving Neverland, þar sem tveir menn lýsa því kynferðislega ofbeldi sem þeir þurftu að þola af hendi Michael Jackson þegar að þeir voru barnungir.

Smellið hér til að lesa allar greinarnar um Leaving Neverland á vef DV.

Paul og Michael unnu saman að dúettnum The Girl is Mine á níunda áratug síðustu aldar, en lagið var fyrsta smáskífan af metsöluplötunni Thriller.

„Mér finnst þetta sorglegt,“ segir Paul í viðtali við útvarpsstöðina, en sagt er frá málinu á vef Metro. „Michael var klárlega frábær söngvari, frábær listamaður og frábær dansari. Við höfum elskað það í mörg ár. Enginn vissi af þessari hlið sem er sýnd í kvikmyndinni. Hann var virkilega vinalegur náungi þegar að ég þekkti hann. Ég vissi ekkert um þessa myrku hlið.“

Bítillinn segir að það hafi verið erfitt að horfa á heimildarmyndina Leaving Neverland.

„Það er erfitt að horfa til baka á allar góðu minningarnar og hugsa um allt hitt dótið sem var í gangi,“ segir hann. „Mér líður vel með að halda mig við mínar persónulegu minningar af honum. Hin hliðin er hin hliðin. Ég veit ekkert um hana. Ég skil af hverju fólk er vonsvikið og reitt yfir því að hann hafði þessa myrku hlið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórhildur opnar sig um erfið sambandsslit – „Ég var týnd þegar það byrjaði að flosna upp úr sambandinu“

Þórhildur opnar sig um erfið sambandsslit – „Ég var týnd þegar það byrjaði að flosna upp úr sambandinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“