fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Gerður: „Svo kom eitt svona drull frá einhverjum unglingaskít og þá bara brotnaði heimurinn“

Fókus
Sunnudaginn 24. mars 2019 13:00

Gerður Arinbjarnardóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gerður Arinbjarnardóttir, oftast kennd við verslunina blush.is og Reynir Bergmann, betur þekktur sem Reynir Snappari voru gestir í Föstudagsþættinum Fókus, nýjum þættir undir stjórn dægurmáladeildar DV. Umræðuefni þáttarins voru neikvæð skilaboð á samfélagsmiðlum og illt umtal.

Sjá einnig: Reynir ætlaði að lesa upp sjúkustu skilaboðin sem hann hefur fengið: Var stoppaður af – „Þetta er alltof gróft“

„Oj, hvað þú ert leiðinleg“

Gerður byrjaði á Snapchat fyrir um þremur og hálfu ári en Reynir fyrir um tveimur árum. Gerður segist hafa tekið fyrstu, neikvæðu skilaboðin mjög nærri sér.

Gerður og Reynir. Mynd: DV/Hanna

„Fyrir mér var þetta þannig að ég bókstaflega grét þegar ég fékk ljót skilaboð sem sagði bara: Oj, hvað þú ert leiðinleg. Þetta var frá Birtu2002, einhver 16 ára pía eða eitthvað að drulla yfir mig og ég bara grét. Ég tók þetta ógeðslega mikið inn á mig fyrst til að byrja með,“ segir Gerður. Það er svo fyndið því ég fékk oft hundruði skilaboði sem voru ótrúlega falleg og fólk að segja mér hvað það elskaði snappið mitt og upplifði alltaf jákvætt „over all“. Svo kom eitt svona drull frá einhverjum unglingaskít og þá bara brotnaði heimurinn.“

Reynir segist aldrei hafa tekið svona skilaboð nærri sér, þó vissulega hafi þetta verið erfitt fyrst.

„Auðvitað var þetta verra fyrst. Þá langaði mig bara að finna viðkomandi og láta berja hann,“ segir Reynir, en grundvallarmunur á Reyni og Gerði á samfélagsmiðlum er að Reynir svarar fyrir sig en Gerður ekki.

„Í langflestum tilfellum fær maður bara falleg skilaboð. En að sjálfsögðu litast þetta af því að maður fær eitt og eitt leiðinlegt,“ segir Gerður. „Heilt yfir finnst mér þetta skemmtilegt. Maður nærist á því að fólki líki við mann.“

Hvernig myndi þér líða?

En hvað vill Gerður segja við fólk sem sendir svona óviðeigandi skilaboð?

„Ég held að það sé best að fólk íhugi aðeins áður en það sendir svona skilaboð. Að lesa þau tvisvar yfir og hugsa aðeins: Þessi aðili er manneskja. Stundum líður mér eins og fólk haldi að ég sé ekki með tilfinningar og hjarta. Þegar þú sendir einhverjum skilaboð sem eru ljót, hvernig myndi þér líða ef þú fengir svona skilaboð?“

Fylgið Gerði á Instagram með því að smella hér – Fylgið henni á Snapchat með því að smella hér.

Fylgið Reyni á Instagram með því að smella hér – Fylgið honum á Snapchat með því að smella hér.

Horfið á Föstudagsþáttinn Fókus í heild sinni hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“