fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fókus

Hatari til í glímu við Theresu May: Segja BDSM nýlenduna opna öllum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 20. mars 2019 08:30

Hatari keppir fyrir hönd Íslands í Eurovision.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hljómsveitin Hatari er í skemmtilegu viðtali á vefsíðunni RadioTimes þar sem þeir eru spurðir spjörunum úr um framlag Íslands í Eurovision, Hatrið mun sigra.

Eru meðlimir Hatara til dæmis spurðir um hvað þeir myndu gera ef þeir vinna Eurovision.

„Bíða eftir næstu tilmælum frá stjórninni og helst selja boli, orkudrykki og annan varning til að auka eigið fé. Það er dýrt að reyna að knýja fram endalok kapítalisma, en við tökum það mjög alvarlega og þökkum styrktaraðilum okkar, SodaDream, fyrir stuðninginn,“ segja þeir, en SodaDream er hugarfóstur Hataradrengja – gosframleiðandi sem minnir um margt á ísraelska vörumerkið SodaStream.

Til í glímu við May og Johnson

Þá eru drengirnir spurðir út í þá staðreynd að þeir hafi skorað á Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í glímu. Hann hefur ekki svarað og því spyr blaðamaður RadioTimes hvort þeir væru til í að glíma við Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, eða breska stjórnmálamanninn Boris Johnson.

„Við höfum heyrt um þessa heiðurseinstaklinga hægrisins sem þú minnist á. Eins og við segjum á Íslandi, hver heiðursmaður eða – kona svara alltaf glímuáskorun,“ svara hatarar. „Ef Theresa May og Boris Johnson nefna stund, stað og skilmála glímunnar munum við heiðra ákall þeirra.“

„Dauðans alvara.“

Skilmálar fyrrnefndrar glímu við Netanyahu eru þeir að ef Hatari vinnur mega þeir stofna BDSM nýlendu á landsvæði Ísrael við stendur Miðjarðarhafs. Ef Netanyahu vinnur fær hann Vestmannaeyjar. Blaðamaður RadioTimes vill ólmur vita hvort Bretar gætu fengið pláss á nýlendunni ef Hatari sigrar í glímunni víðfrægu.

„Fyrsta frjálslynda BDSM nýlenda Hatara við strendur Miðjarðarhafs verður opin öllum sem kunna að meta fegurðina í andkapítalískri bindinga (e. bondage) teknósviðslist.“

En er Hatara alvara með þessum áætlunum sínum og þátttöku í Eurovision?

„Dauðans alvara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skemmtilegt myndband sýnir sundkennara kenna nemendum í Reykjavík sundtökin fyrir rúmum 70 árum

Skemmtilegt myndband sýnir sundkennara kenna nemendum í Reykjavík sundtökin fyrir rúmum 70 árum
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Við komum heim seinni partinn og síðan dó hún klukkan sjö um kvöldið“

„Við komum heim seinni partinn og síðan dó hún klukkan sjö um kvöldið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Treður upp í Hörpu og í kjölfarið á West End

Treður upp í Hörpu og í kjölfarið á West End
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gælunafn Markle meðal þjónustufólks konungsfjölskyldunnar

Gælunafn Markle meðal þjónustufólks konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móðir Biöncu Censori rýfur þögnina um skandal dóttur sinnar

Móðir Biöncu Censori rýfur þögnina um skandal dóttur sinnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tom Brady birtir óræð skilaboð um ást eftir að fyrrverandi eignaðist barn með öðrum manni

Tom Brady birtir óræð skilaboð um ást eftir að fyrrverandi eignaðist barn með öðrum manni