fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fókus

Rússneskur tónlistarspekúlant dásamar Hatara: „Þeir björguðu Eurovision“ – „Takk Ísland“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 18. mars 2019 16:00

Darya elskar Hatara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski tónlistarspekúlantinn Darya Ostryakova fer fögrum orðum um hljómsveitina Hatara og framlag Íslands í Eurovison, Hatrið mun sigra, í nýju myndbandi á YouTube-rás sinni.

„Þeir björguðu Eurovision,“ segir Darya meðal annars um Hatara, en hún er mjög hrifin af iðnaðarrokki. Á einum tímapunkti á hún vart til orð yfir frammistöðu hljómsveitarinnar. „Ég er svo glöð,“ segir hún. „Búningarnir eru æði. Ég elska hljómsveitir sem brydda upp á öðruvísi búningum.“

Þá segir Darya að Hatari gæti vel unnið keppnina, en að það velti allt á hvernig áhorfendur taka þeim.

„Ég held að flestir muni ekki falla fyrir þessu í Eurovision,“ segir hún. „En þeir eru áhugaverðir,“ bætir hún við. „Þeir eru svalir. Þeir eru uppáhaldið mitt, þó þeir vinni ekki.“

Það má með sanni segja að tilfinningarnar beri Daryu oft ofurliði í myndbandinu.

„Þetta er eins og smyrsl fyrir sálina,“ segir hún. „Ég get ekki haldið aftur af tilfinningum mínum því mér finnst þeir svo frábærir.“

Í lokin má heyra að Darya er orðin sannkallaður Íslandsvinur.

„Takk Ísland fyrir rokkið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir frá risafjárhæð sem Elon Musk bauð henni fyrir að þegja um fæðingu barns þeirra

Segir frá risafjárhæð sem Elon Musk bauð henni fyrir að þegja um fæðingu barns þeirra
Fókus
Fyrir 5 dögum

Benóný eða Benjamín, hvor er það?

Benóný eða Benjamín, hvor er það?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vara við fölsuðum útgáfum af Ozempic

Vara við fölsuðum útgáfum af Ozempic
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sótti innblástur í berrassaða fyrrverandi eiginkonu fyrrverandi kærastans

Sótti innblástur í berrassaða fyrrverandi eiginkonu fyrrverandi kærastans