Daníel Óliver keppti í Söngvakeppninni með lagið Samt ekki, en Daníel komst ekki upp úr fyrri undankeppninni.
Samt ekki er sannkallað stuðlag, en Daníel sendi einnig ballöðu til RÚV sem var ekki valin í Söngvakeppnina. Nú hefur Daníel opinberað lagið, sem heitir Hátt. Lagið samdi Daníel ásamt Linus Josefsson og Peter von Arbin.
„Þetta er falleg ballaða um frið og ég elska það virkilega mikið,“ skrifar Daníel á Instagram um lagið, en hér fyrir neðan má hlusta á það.