fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fókus

Jóhann hefur myndað akstursíþróttir í áratugi

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 16. mars 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann A. Kristjánsson ljósmyndari stofnaði hópinn JAK Mótorsport á Facebook nýlega, þar sem hann deilir ljósmyndum úr eigin safni. Jóhann er einnig meðlimur í Kvartmíluklúbbnum og eru myndirnar hér frá fyrstu bílasýningu klúbbsins.

Jóhann A. Kristjánsson Tók 250 þúsund ljósmyndir á filmu.

Jóhann er kennari að mennt og starfaði lengst af sem kennari, aðstoðarskólastjóri og að lokum sem skólastjóri í Öskjuhlíðarskóla. „Í dag er ég skólastjóri á eftirlaunum og starfa sem forfallakennari í Klettaskóla, sem tók við af Öskjuhlíðarskóla og Safamýrarskóla.“

Ljósmyndunin hefur verið áhugamál í áratugi hjá Jóhanni. „Ég byrjaði að taka myndir 1967, 1968 þegar ég var við nám í kennaraskólanum. Ég hef myndað allar götur síðan og þá mikið svona önnur áhugamál. Á upphafsárum Kvartmíluklúbbsins myndaði ég fyrir DB, Dagblaðið gamla, og svo hélt ég áfram þegar það sameinaðist Vísi og varð að DV og var viðloðandi það í lausamennsku að mynda og skrifa um akstursíþróttir. Eftir 1983 skrifaði ég líka mikið um vaxtarsport, kraftlyftingar og slíkt. Og er ég með annan hóp á Facbook fyrir það: Jak kraftasport.“

Jóhann starfaði í afleysingum í ljósmyndun fyrir DV á sama tíma og hann sinnti kennslunni. „Ég kom inn á sumrin og tók líka kvöld- og helgarvaktir.“ Jóhann starfaði einnig á Fréttablaðinu og Morgunblaðinu þar sem hann myndaði akstursíþróttir.

Jóhann á fjölda mynda sem hann er að vinna við að koma á stafrænt form. „Mér reiknast til að þetta séu 250 þúsund myndir á filmu. Þegar filman datt út fór allt DV-safnið mitt á Ljósmyndasafn Reykjavíkur.“

Jóhann á Corvettu, sem hann er búinn að eiga í 40 ár, 69 Corvettu. „Það er færsla um hann í hópnum, sem ég setti inn þegar voru liðin 40 ár frá því ég keypti hann. Ég hef keppt á honum í 2–3 keppnum, svo gerði ég nú ekki mikið meira af því.“

Jóhann Með börnum sínum og Corvettunni.

Börn Jóhanns hafa ekki elt hann í áhugamálin, hvorki kvartmíluna né ljósmyndunina, en taka þó illa í það þegar Jóhann imprar á að selja Corvettuna.

Kvartmíluklúbburinn var stofnaður 6. júlí 1975 og er Jóhann einn af stofnfélögum hans. Stofnfundurinn var haldinn fyrir fullu húsi í ráðstefnusal Hótel Loftleiða. „Ég er líka heiðursfélagi í Bílaklúbbi Akureyrar, þeim fannst ég skrifa svo fallega um þá á sínum tíma og gerðu mig að heiðursfélaga fyirr mörgum árum,“ segir Jóhann og hlær.

Þann 30. maí 1976 hélt Kvartmíluklúbburinn fyrstu bílasýningu sína og eru myndirnar hér frá þeirri sýningu. Sýningin var haldin úti, á lóð Austurbæjarskólans í Reykjavík og var tilgangurinn með sýningunni að afla fjár til brautarbyggingar.

Reykjavíkurborg úthlutaði Kvartmíluklúbbnum lóð við spennistöðina á Geithálsi, og var farið að mæla út fyrir braut þar. Það kom hins vegar fljótlega í ljós að mjög dýrt yrði að byggja braut á þeim stað vegna þeirra umfangsmiklu jarðvegsskipta sem þyrftu að fara fram.

Þegar þetta kom í ljós þá var þegar farið að leita að öðrum stað til að byggja braut á. Það endaði síðan á því að klúbburinn gerði samning við Skógrækt ríkisins sem átti land í Kapelluhrauni sunnan Hafnarfjarðar. Áður en byrjað var á byggingu brautarinnar þurfti meðal annars að athuga með grunnvatn í nágrenninu vegna hugsanlegrar mengunar, og var Jón Jónsson jarðfræðingur fenginn til að meta þann þátt. Eftir að hann hafði gefið grænt ljós gáfu bæjaryfirvöld í Hafnarfirði líka grænt ljós á byggingu brautarinnar.

Hafist var handa við bygginguna 1978 og var það verktakafyrirtækið Aðalbraut sem sá um vinnuna. Lokið var síðan við lagningu brautarinnar 1979 og var fyrsta keppni áætluð 28. október sama ár. Ekkert varð þó af henni þar sem að morgni þess dags var 20 sentimetra jafnfallinn snjór yfir öllu og þar með var að fresta þessu til næsta vors. Það var síðan vorið 1980 sem brautin var formlega opnuð og byrjað var að keppa á henni, en þá var hún eina sérbyggða spyrnubrautin í Evrópu. Markmið Kvartmíluklúbbsins og slagorð hefur alltaf verið „Hraðakstur af götunum og á inn á lokuð svæði.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bandarísk klámstjarna leigði fræga búbbluhótelið á Íslandi en sá rækilega eftir því

Bandarísk klámstjarna leigði fræga búbbluhótelið á Íslandi en sá rækilega eftir því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur Ingi bað konuna sína um skilning – „Hún sagði nei og vildi skilnað“

Ólafur Ingi bað konuna sína um skilning – „Hún sagði nei og vildi skilnað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valentína sannar að það er ljós við enda ganganna – Sigraðist á átröskun og fíknivanda

Valentína sannar að það er ljós við enda ganganna – Sigraðist á átröskun og fíknivanda