fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fókus

Segir hjónabandið við Michael Jackson hafa verið blekkingu: „Ég var sú sem sagði við hann: „Ég skal eignast börnin þín“

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 15. mars 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég bauð honum móðurkviðinn minn. Þetta var gjöf og ég gaf hana til að veita honum hamingju.“

Svo mælir Debbie Rowe í heimildaþættinum Michael Jackson: The Footage You Were Never Meant to See frá árinu 2003. Debbie er fyrrverandi eiginkona poppkóngsins heitins og hefur ekki veitt neinn afslátt af frásögnum sínum frá samveru þeirra hjóna á sínum tíma. Þau Jackson voru gift 1996 til 1999 og tók hjónaband þeirra við skömmu eftir að hann skildi við Lisu Marie Presley, dóttur Elvis Presley.

Ummæli Rowe hafa vakið athygli sem aldrei fyrr í ljósi heimildarmyndarinnar Leaving Neverland. Í umræddri mynd fara tveir karlmenn, þeir Wade Robson og James Safechuck, yfir hvernig poppkóngurinn Michael Jackson misnotaði þá kynferðislega þegar þeir voru börn.

Sjá einnig: LaToya Jackson var sannfærð um að bróðir sinn væri barnaníðingur: „Ég elska bróður minn en þetta er rangt“

Segir Debbie að hjónaband þeirra hafi verið blekking, að poppstjarnan hafi litið á hana sem „hylki.“ Debbie segir Michael á þeim tíma hafa verið afar einmana og langað í börn. „Ég var sú sem sagði við hann: „Ég skal eignast börnin þín,“ segir hún og bætir við: „Ég gerði þetta svo hann gæti orðið faðir, ekki til þess að ég gæti orðið móðir.“

Debbie telur ósanngjarnt að kalla sig móður þar sem Jackson sá um alla erfiðisvinnuna í uppeldinu. „Ég skipti aldrei á bleyjum, ég vaknaði aldrei um miðja nótt, jafnvel þegar ég var til staðar. Michael sá um þetta allt,“ segir hún.

Leið eins og ræktunardýri

Faðerni barnanna, þeirra Michael Joseph (f. 1997), og Paris (f. 1999), hefur oft verið dregið í vafa, ekki síður í ljósi þess að þriðja barn Jacksons, Prince Michael Jackson, var fætt af staðgengilsmóður. Þá segir Debbie að parið hafi notast við sæðisgjafa og sé Jackson ekki blóðfaðir barnanna. Debbie hefur undirstrikað það í viðtölum að hún hugsi hlýtt til þess að hafa getað veitt Jackson þá gjöf sem börnin þeirra eru, en telur að það hafi verið eini tilgangur hennar, samkvæmt hennar líðan.

Debbie segir ferlið að hafa gengið með börnin hans hafa verið klínískt og segist hafa liðið eins og ræktunardýri. „Þetta var ekki ósvipað því þegar ég læt sprauta sæði í hestana mína,“ bætir hún við. Hermt er að hjónin hafi skilið vegna þess að Debbie þoldi ekki að vera í sviðsljósinu.

Þegar þau gengu í hið heilaga var mikil leynd yfir brúðkaupinu og er talið að svaramaður Jacksons hafi verið átta ára drengur að nafni Anthony, sem poppstjarnan sagði vera frænda sinn. Leyndin yfir brúðkaupinu voru svo mikil að aldrei tókst að staðfesta né neita þessum sögusögnum.

Einn af ásakendum Jacksons úr heimildarmyndinni alræmdu, James Safechuck, fullyrðir að Jackson hafi fundið sig knúinn til að sjást opinberlega í samböndum með konum, þá til þess eins að fólk myndi ekki gruna neitt. „Hann sagði oft við mig að hann þyrfti að gifta sig á einhverjum tímapunkti, en það myndi ekki þýða neitt,“ segir Safechuck.

Sjá einnig: Neverland-búgarðurinn var hannaður fyrir myrkraverk

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“