fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Fókus

Gísli safnar fyrir Krabbameinsfélagið – Vinnufélagar ráða mottunni

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 15. mars 2019 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Álfgeirsson hefur í 18 mánuði safnað hári til hárkollugerðar fyrir börn með krabbamein. Ástæða söfnunarinnar er persónuleg, en eiginkona Gísla, Olga Steinunn hefur barist við krabbamein undanfarin sex ár. Samhliða hárinu hefur Gísli safnað skeggi og ákvað að slá tvær flugur í einu höggi og taka líka þátt í Mottumars. Stefnir hann á að safna einni milljón til styrktar Krabbameinsfélaginu og fær hæstbjóðandi að ákveða hvernig mottu hann mun bera út mánuðinn.

Hjónin Gísli og Olga

Seinni partinn í gær, fimmtudaginn 14. mars, höfðu safnast 590 þúsund krónur og var hæsta boð frá vinnufélögum Gísla á Lagna- og loftræsti sviði Mannvits með 142 þúsund krónur.

Í dag, föstudaginn 15. mars klukkan 8.00 mun Nonni Quest raka hárið af Gísla og skilja eftir mottu í beinni útsendingu á K100.

Nonni Quest

Sjá einnig: Gísli safnar hári fyrir börn með krabbamein – Hæstbjóðandi fær að ráða mottunni í mars

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Gömul hugmynd mín að glæpamynd hefur bara illu heilli raungerst“

„Gömul hugmynd mín að glæpamynd hefur bara illu heilli raungerst“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sunneva er að láta fjarlægja tattú sem hefur allt aðra og svæsnari merkingu en hún hélt fyrst – „Ég hefði alveg getað hugsað þetta betur“

Sunneva er að láta fjarlægja tattú sem hefur allt aðra og svæsnari merkingu en hún hélt fyrst – „Ég hefði alveg getað hugsað þetta betur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opinberar leyndarmálið á bak við 40 ára samband

Opinberar leyndarmálið á bak við 40 ára samband
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pyntuð af foreldrum sínum: Gleymir ekki svipnum á kennaranum þegar hún sagði frá því sem stjúpfaðirinn bað um

Pyntuð af foreldrum sínum: Gleymir ekki svipnum á kennaranum þegar hún sagði frá því sem stjúpfaðirinn bað um