fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fókus

Hrollvekjandi myndband sýnir Michael Jackson kaupa giftingarhring handa þolanda sínum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 14. mars 2019 19:00

Margir sjá myndböndin nú í nýju ljósi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimildarmyndin Leaving Neverland hefur heldur betur hreyft við fólki en í henni lýsa James Safechuck og Wade Robson kynferðislegu ofbeldi sem þeir þurftu að þola af hendi poppkóngsins sáluga Michael Jackson.

Meðal þess sem James talar um í myndinni er sýndarbrúðkaup þar sem Michael keypti handa honum giftingarhring og þeir gengu í sýndarhjónaband. James á hringinn enn þá og sýnir hann í Leaving Neverland. Nú hafa hins vegar myndbönd komist í umferð á internetinu sem sýna þegar Michael og James rölta um skartgripabúð. Margir telja að þeir séu að kaupa umræddan hring.

Sjá einnig: Michael Jackson giftist drengnum í sýndarbrúðkaupi og veitti skartgripi fyrir kynlíf.

Í myndböndunum sést að poppkóngurinn er í dulargervi; með hatt, hárkollu, yfirvararskegg og falskar tennur. Öryggisvörðum fannst þetta dulargervi skrýtið sem varð til þess að upptakan var send til fjölmiðla, sem fjölluðu um verslunarferðina á sínum tíma, árið 1989.

Hér er skjáskot úr myndinni þar sem James sýnir hringinn.

Í fréttum var því haldið fram að Michael Jackson ætlaði að biðja söngkonunnar Sheryl Crow, sem söng bakraddir fyrir hann á þessum tíma. Eftir að myndin Leaving Neverland var sýnd telja hins vegar margir að um sé að ræða kaup á giftingarhring fyrir barnungan James.

Eins og áður segir á James hringinn enn þá og sýnir hann í Leaving Neverland. Hann segir í myndinni að poppkóngurinn hafi verðlaunað hann með skartgripum.

„Hann verðlaunaði mig með skartgripum fyrir að gera kynferðislega hluti með honum,“ segir hann og bætir við að hann hafi oft farið með Michael í skartgripabúðir að kaupa hringa. Þeir þurftu hins vegar alltaf að láta eins og þeir væru að kaupa þá fyrir konur.

Michael og barnungur James.

„En við þóttumst máta hringa á litlu fingurnar mína til að láta eins og þeir væru jafnstórir og konunnar sem við vorum að kaupa fyrir.“

Sjá einnig: Neverland-búgarðurinn var hannaður fyrir myrkraverk:„Ég var annað hvort að horfa á hann fróa sér eða horfa á Pétur Pan“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Love Island-sigurvegari dæmdur í fangelsi í óvenjulegu máli

Love Island-sigurvegari dæmdur í fangelsi í óvenjulegu máli
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jörundur og Magdalena selja risíbúð í retró-stíl

Jörundur og Magdalena selja risíbúð í retró-stíl
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti segir langflesta landsmenn ekki kunna að keyra í snjó – „Það er alveg ljóst“

Frosti segir langflesta landsmenn ekki kunna að keyra í snjó – „Það er alveg ljóst“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ugla Stefanía vandar umtöluðustu bíómynd ársins ekki kveðjuna: „Hún er alveg agaleg“

Ugla Stefanía vandar umtöluðustu bíómynd ársins ekki kveðjuna: „Hún er alveg agaleg“