fbpx
Mánudagur 02.desember 2024
Fókus

Endalokin nálgast: Allt sem við vitum um nýju Game of Thrones seríuna

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 12. mars 2019 15:00

Margir bíða spenntir eftir nýju seríunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næsta sería af Game of Thrones, sem verður jafnframt síðasta serían, verður frumsýnd þann 14. apríl næstkomandi á sjónvarpsstöðinni HBO. Aðdáendur seríunnar bíða eftir nýju þáttaröðinni með mikilli eftirvæntingu en hér er allt sem búið er að koma fram um hana enn sem komið er.

Lengri þættir

Þættirnir í þessari áttundu seríu eru aðeins sex talsins. Iain Glen, sem leikur Ser Jorah Mormont, sagði í viðtali við Daily Express í september í fyrra að handrit þáttanna væru þau bestu sem hefðu nokkurn tímann verið skrifuð innan herbúða Game of Thrones. „Það tók lengri tíma að taka þættina upp, þeir kosta meira og koma meira á óvart,“ sagði Iain.

Endirinn er víst óvæntur.

Umdeilt lokaatriði

Leikararnir hafa gert mikið af því undanfarið ár að æsa upp spenning fyrir lokaatriði þáttaraðarinnar. „Það ruglaði mig í ríminu,“ sagði Emilia Clarke, sem leikur Daenerys Targaryen, í samtali við Vanity Fair í júlí. Sophie Turner, sem túlkar Sönsu Stark, sagði í samtali við IGN News í september að endirinn verði umdeildur.

„Ég held að fullt af aðdáendum verði fyrir vonbrigðum en að margir verði himinlifandi.“

Kit Harrington, betur þekktur sem Jon Snow, sagði í viðtali við BBC One í júlí að hann hefði grátið þegar hann las handritið að lokaþættinum á meðan Nikolaj Coster-Waldau, sem leikur Jamie Lannister, fannst púsluspilið loksins ganga upp.

Deyr Tyrion?

Einhver deyr

Peter Dinklage sagði í samtali við Vulture í október að karakterinn hans, Tyrion Lannister, gæti dáið í seríunni. „Mér finnst að hann hafi fengið góða lausn sinna mála. Sama hver hún er þá er dauði alltaf góð leið út.“

Margar lokasenur voru teknar upp

Casey Bloys hjá HBO sagði á viðburði í september árið 2017 að tökuliðið ætlaði að taka upp nokkrar, mismunandi lokasenur svo enginn í tökuliðinu myndi vita nákvæmlega hvernig serían endar.

Bastarðabardaginn er ekkert miðað við bardagann í áttundu seríu.

Rosalega bardagasena

Fyrrnefndur Peter Dinklage sagði í samtali við Entertainment Weekly í september að það verði svakaleg bardagasena í seríu átta, en það tók alls 55 kvöld að taka hana upp. „Hún lætur bastarðabardagann [úr seríu 6] líta út eins og skemmtigarð.“

Gamlir vinir snúa aftur

Joe Bauer, sem hefur yfirsýn yfir allar tæknibrellur í þáttunum, sagði við Huffington Post í september að ógnarúlfur Jon Snow, Ghost, eigi epíska endurkomu í seríu átta.

Taka höndum saman.

Árásir á Winterfell

Það er ráðist á norðrið í lokaseríunni og Jon Snow og Daenerys Targaryen taka höndum saman til að berjast gegn óvinunum. Hvernig sú barátta endar er eitt, stórt spurningamerki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Aron um skuggahliðar næturlífsins á Tenerife og dópgasið sem var út um allt – „Það er mjög auðvelt að redda sér“

Aron um skuggahliðar næturlífsins á Tenerife og dópgasið sem var út um allt – „Það er mjög auðvelt að redda sér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er svo sannarlega heppnasti maður í heimi og er minntur á það á hverjum einasta degi“

„Ég er svo sannarlega heppnasti maður í heimi og er minntur á það á hverjum einasta degi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Neighbours-stjarna ólétt eftir stjúpbróður sinn

Neighbours-stjarna ólétt eftir stjúpbróður sinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Textaverk Stebba Hilmars komin í sölu

Textaverk Stebba Hilmars komin í sölu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aron um áfallið sem breytti lífi hans – „Það er svo vont að vera þessi gaur sem er að burðast með allan heiminn“

Aron um áfallið sem breytti lífi hans – „Það er svo vont að vera þessi gaur sem er að burðast með allan heiminn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

In Flames til Íslands í sumar

In Flames til Íslands í sumar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna skar sig úr í 28 þúsund króna peysu

Áslaug Arna skar sig úr í 28 þúsund króna peysu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Magnús Hlynur miður sín þegar hann kom inn á N1 á Ártúnshöfða í morgun

Magnús Hlynur miður sín þegar hann kom inn á N1 á Ártúnshöfða í morgun