fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
Fókus

Sara Rún í dönskum raunveruleikaþætti: Kærastinn hélt framhjá – Heldur bókhald um bólfélagana

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 11. mars 2019 13:30

Sara Rún.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Rún Ísafold er tvítug, íslensk stúlka sem býr í Esbjerg í Danmörku og vinnur á bar. Sara Rún er meðal keppenda í dönsku útgáfunni af raunveruleikaþættinum Ex on the Beach, en þátturinn gengur út á að þátttakendur búa með sínum fyrrverandi elskhugum. Þátttakendurnir vita ekki hvaða fyrrverandi elskhugi mætir í þáttinn, en sá er annað hvort að leita hefnda eða tækifæris til að blása lífi í ástarblossann.

Í viðtali við Söru Rún í danska fjölmiðlinum Ekstra Bladet kemur fram að hún hafi byrjað á föstu þegar hún var fimmtán ára og verið með stráknum í fjögur ár.

„Ég væri ekkert sérstaklega glöð ef fyrrverandi kærasti minn tæki þátt í þættinum því ég komst að því eftir að við hættum saman að hann hafði verið mér ótrúr,“ segir Sara Rún.

Í greininni kemur fram að þeir sem vilja heilla Söru Rún ættu ekki að drekka of mikið af áfengi þar sem hún haldi eins konar bókhald um bólfélagana og getu þeirra í rúminu. Hún deilir þessum upplýsingum síðan með vinkonum sínum.

Hér má sjá alla þátttakendur, nema fyrrverandi makana, í Ex on the Beach.

„Ég hef alltaf verið í góðu sambandi við bólfélaga mína,“ segir Sara Rún og bætir við að hún elski áskoranir. „Ég elska að prófa nýja hluti.“

Ex on the Beach hóf göngu sína í fyrra á Kanal 4 í Danmörku og sló rækilega í gegn, ef marka má grein Ekstra Bladet. Sara Rún segist hafa setið límd við skjáinn.

„Ég horfði á síðustu þáttaröð og þetta leit skemmtilega út þannig að ég hugsaði að það þyrfti einn skemmtilegan trúð eins og mig.“

Hér fyrir neðan má sjá viðbrögð þátttakenda í síðustu seríu við því þegar að fyrrverandi elskhugar voru afhjúpaðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Deilir því hvernig ákveðinn líkamshluti eiginmannsins breyttist óvænt í kjölfar þyngdartaps

Deilir því hvernig ákveðinn líkamshluti eiginmannsins breyttist óvænt í kjölfar þyngdartaps
Fókus
Fyrir 3 dögum

Klúra ástæðan fyrir því að hún myndi vilja byrja aftur með unga kærastanum

Klúra ástæðan fyrir því að hún myndi vilja byrja aftur með unga kærastanum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mikil breyting á George Clooney – Litaði fræga silfurhárið brúnt

Mikil breyting á George Clooney – Litaði fræga silfurhárið brúnt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gunnar hefur verið að vakna um miðjar nætur síðastliðnar vikur – Telur þetta vera ástæðuna

Gunnar hefur verið að vakna um miðjar nætur síðastliðnar vikur – Telur þetta vera ástæðuna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Harry Potter stjarna byrjar á OnlyFans – Fyrir fólk með ákveðið blæti

Harry Potter stjarna byrjar á OnlyFans – Fyrir fólk með ákveðið blæti
Fókus
Fyrir 5 dögum

Arnar útskýrir hvað honum gekk til þegar hann lét Hauk bakka á – „Láta þessa ríku karla finna aðeins fyrir því“

Arnar útskýrir hvað honum gekk til þegar hann lét Hauk bakka á – „Láta þessa ríku karla finna aðeins fyrir því“