fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Góðir sýna á sér skuggahliðina

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 10. mars 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarar þurfa að jafnaði að bregða sér í allra kvikinda líki, hins vegar er raunin sú að margir þeirra festast í ákveðnu fari, sem að okkur sem áhorfendum líkar við að þeir séu í. Sem dæmi má nefna einn okkar allra skemmtilegasta; Þórhall Sigurðsson, Ladda, sem hefur verið helsti grínisti þjóðarinnar, síðan hann steig fram í sviðsljósið.

En svo bregðast krosstré sem önnur tré og nokkrir leikarar sem við höfum bara þekkt af góðu og fyndnu einu, hafa skipt um gír og sýnt sínar myrkari hliðar, með frábærum árangri. Hér skoðum við nokkra þeirra.

Edda Björgvinsdóttir hefur skemmt landanum með glensi, gríni og sprelli lengur en elstu menn muna (sem er samt ekki svo langt). Það hefur verið samheiti á milli Eddu og gríns í orðabókum landsmanna, hún hefur verið í fjölmörgum áramótaskaupum, óborganleg í Orlofi og fleira og fleira. Í fyrra sýndi Edda þó á sér nýja hlið sem Inga í kvikmyndinni Undir trénu. Inga var bitur, orðljót og útsmogin og vakti frammistaða Eddu mikla athygli og lof bæði hér heima og erlendis. Vonandi verður alheimsathyglin þó ekki til þess að Edda fari alfarið yfir í að vera vonda konan.

Edda í hlutverki sínu í Undir trénu.

Guðjón Davíð Karlsson (Gói) var hvers barns hugljúfi sem Gói í Stundinni okkar. Hann lék líka með Sveppa í nokkrum kvikmyndum um ævintýri Sveppa og vina hans. Gói hefur nýlega sýnt á sér dekkri hlið bæði í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Hann lék eiturlyfjasalann og hrottann Dodda drullu í kvikmynd Baldvins Z, Lof mér að falla, svæsnustu atriðin voru meira að segja klippt út áður en myndin fór í sýningu. „Þetta er eitt mesta ógeð sem ég hef komist í kynni við, það er alveg þannig, bæði á sviði og á filmu, blessaður maðurinn,“ sagði Gói um hlutverk sitt. Og í annarri þáttaröð Ófærðar lék hann verkstjórann Finn, sem kúgaði undirmenn sína. Finnur uppskar eins og hann sáði, líkt og Gói sem er einn af fremstu leikurum þjóðarinnar.

Guðjón Davíð í hlutverki sínu í Lof mér að falla.

Jóhann G. Jóhannsson varð fyrst þekktur sem Júlli smaladrengur árið 1988, þá 17 ára gamall, í sjónvarpsþáttunum um Nonna og Manna sem gerðir voru eftir sögum Jóns Sveinssonar. Jói hélt áfram að vera góði gaurinn meðal annars sem Bárður í Stundinni okkar og lögreglumaður í Eiðinum. Jói sýndi þó á sér nýja hlið sem ofbeldismaðurinn Gísli í sjónvarpsþáttunum Hrauninu árið 2014. Síðan þá hefur Jói leikið jöfnum höndum góða gæjann og gæjann sem er ekki allur þar sem hann er séður, bæði hér heima og í erlendum sjónvarpsþáttaröðum.

Jóhann í hlutverki sínu í Hrauninu.

Þórhallur Sigurðsson (Laddi) hefur líkt og Edda séð um að skemmta landanum í áratugi. Hann hefur skapað fjölda karaktera sem lifa munu með þjóðinni um ókomna tíð; Eirík Fjalar, Magnús og Þórð húsvörð svo aðeins nokkrir séu nefndir. Laddi fékk fálkaorðuna um síðustu áramót og vilja margir Hafnfirðingar að hann verði næsti bæjarlistamaður í Firðinum. Í farsanum Fullir vasar sem sýndur var í fyrra sýndi Laddi á sér nýja hlið sem hættulegasti maður landsins, sjálfur Gulli bílasali. Áður hafði Laddi leikið einn af skúrkum bókmenntanna á sviði, þjófakónginn Fagin í Oliver Twist.

Laddi við tökur á Fullir vasar, ásamt aðalleikaranum, Hjálmari Erni Jóhannssyni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu
Fókus
Í gær

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Getur verið að úrslitum í handbolta sé viljandi hagrætt?

Getur verið að úrslitum í handbolta sé viljandi hagrætt?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nökkvi Fjalar er kominn til baka – „Gerum það ómögulega mögulegt saman“

Nökkvi Fjalar er kominn til baka – „Gerum það ómögulega mögulegt saman“