Sigurlíkur Íslands í Eurovision fara minnkandi frá degi til dags núna þegar búið er að kynna flest lögin sem keppa í Eurovision í Ísrael í maí.
Í gær var sveitin Hatari með lagið Hatrið mun sigra í sjötta sæti á lista Eurovision World, sem tekur saman líkur úr ýmsum veðbönkum. Í dag er íslenska framlagið hins vegar komið niður í sjöunda sæti og hefur Svisslendingurinn Luca Hänni stolið sjötta sætinu með laginu She Got Me sem sett var á YouTube-síðu Eurovision-keppninnar í gær. Búið er að horfa á Luca rúmlega 350 þúsund sinnum.
Toppbaráttan er enn á milli Rússans Sergey Lazarev í fyrsta sæti, sem frumsýnir lag sitt í dag, Hollendingsins Duncan Laurence með lagið Arcade og Svía í þriðja sæti, sem hvorki hafa valið flytjanda né lag.
Í fjórða sæti er Ítalinn Mahmood með lagið Soldi og Kýpur vermir fimmta sætið með Tömtu og lagið Replay.
Sjá einnig:
Myndbönd: Þetta eru öll lögin sem Hatari keppir við í fyrri undankeppni Eurovision