Það hefur líklegast ekki farið framhjá neinum að sveitin Hatari sigraði í Söngvakeppninni síðustu helgi og undirbúa meðlimir sveitarinnar og föruneyti þeirra nú ferðina til Ísrael í Eurovision-keppnina.
Færri tóku líklegast eftir því þegar búningur eins dansarans, Sólbjartar Sigurðardóttur, varð til vandræða á sviðinu. Þær Sólbjört og Ástrós Guðjónsdóttir voru í samskonar búningum á sviðinu og báru til að mynda hvít belti um sig miðja.
Í miðju atriðinu losnaði hins vegar hvítt belti Sólbjartar og danglaði niður eftir fótlegg hennar það sem eftir lifði lagsins. Eins og sést í meðfylgjandi myndbandi lét Sólbjört þetta ekki á sig fá og kláraði atriðið með stæl.
Stundin þegar að beltið dettur má sjá í kringum mínútu 2.05: