Hatrið sigraði Ísland á dögunum og bíða margir spenntir eftir gengi hljómsveitarinnar Hatara á Eurovision-keppninni í maí næstkomandi.
Ljóst er að framlag Íslands í keppnina sé með vægast sagt óhefðbundnum hætti og hefur þetta kallað fram hin ýmsu viðbrögð. Aftur á móti hefur það sýnt sig að erlendir aðdáendur keppninnar séu margir að taka vel í taktinn sem félagarnir í Hatara kalla fram.
Hér að neðan má sjá ýmis eldhress og kostuleg YouTube-vídeó þar sem rýnt er í framlagið sem margir hverjir halda ekki vatni yfir, þó aðrir séu vissulega einnig á gagnstæðri skoðun. En hvað sem fólki finnst um sjálft lagið er umtalið allsráðandi.
Skoðum eftirfarandi dæmi:
„Ég veit ekki hvað mér á að finnast,“ segir YouTube-notandinn AndrewMr, sem kallar sig einfaldlega Latvian Guy. Hann segir lagið vera frumlegt, sviðsetninguna áhugaverða og dáist að hugrekki Íslendinga í ár, en hann segir: „Vá, Ísland. Þið eruð svo sannarlega að koma með eitthvað.“
Notandinn segist þurfa að melta lagið en telur það jákvætt. „Þetta er ótrúlega einstakt,“ bætir hann við.
„Þetta er án nokkurs vafa í mestu uppáhaldi hjá mér, ég er ástfanginn!“ segir notandinn Pocini frá Úkraínu. Hann segir lagið ná fullkomlega að blanda saman reiðum tónum við mýkri melódíu og felur ekki aðdáun sína, ekki síður gagnvart aðalsöngvaranum, Matthíasi Tryggva. „Þetta er svo sexí, svo hart. Mig langar renna typpinu í munninn á þessum öskrandi söngvara. Þetta kveikir í mér!“
Pocini segir Hataralagið vera það frumlegasta sem hann hefur séð í Eurovision-keppninni frá því að Lordi steig fram árið 2006.
Á bresku rásinni Wiwibloggs sérhæfa þeir William og Deban sig í úttekt á Eurovision-lögum. Í myndbandinu að neðan fara þeir yfir öll framlög Íslands í nýafstaðinni Söngvakeppninni en kemur lítið á óvart að Hatari veki upp sterkustu viðbrögðin hjá tvíeykinu. „Það er dýflissustemning við þetta lag,“ segir William og tekur þá Deban undir með orðunum „BDSM!“
Þeir eru báðir sammála um að mýkri söngur lagsins flytji lagið „frá Helvíti og beint í áttina að ljósinu.“
„Við erum að ræða fjötra, teknó, pönk, goth og umfram allt mikla reiði. Persónulega fannst mér þetta gott,“ segir breski notandinn sem gengur undir nafninu Manci Mouth. Hún segir lagið og sviðsetninguna bitastæða og ferskan andblæ inn í Eurovision-keppnina. Helsta gagnrýni hennar á laginu er sú að megi ganga örlítið lengra með fjötrana og stílinn. „Það má alveg leika sér meira með eldinn og fjötrana.“
Dragdrottningin Maxxy Rainbow segir rödd Matthíasar vera eins og hnífsstungur. Kórusinn vegur þægilega á móti heiftinni að mati Maxxy, sem almennt telur þetta vera með því djarfasta sem Ísland hefur nokkurn tímann sent frá sér í keppnina.
Hollenski YouTube-notandinn Quinto kann vel að meta taktinn á laginu og er ekki lengi að lifa sig inn í það. Að lagi loknu stenst hann ekki mátið að gefa því gott klapp og segir í samantekt sinni að hann kunni að meta lagið, þrátt fyrir að vera enginn aðdáandi BDSM.
Honum þykir ákaflega líklegt að lagið nái hátt í aðalkeppninni.
Þá komum við að rásinni Toy Goy, þar sem tveir Eurovision-fíklar rýna í úrvalið en óhætt er að segja að báðir séu ekki alveg jafn hrifnir af Hatara.
„Af hverju er þetta svona…. furðulegt?“ spyr annar þeirra.
Þá svarar hinn á jákvæðari nótum og segist ekki vera hrifinn af söngnum en kann að meta stemninguna, sem hann segir að sé sambland af „Mortal Kombat og hryllingsmyndum frá níunda áratugnum. Kannski mun ég kunna betur að meta lagið ef ég tek hljóðið af því.“
Endum þetta á viðbrögðum Hitlers við sigur Hatara í Söngvakeppninni. Sem fyrr hefur hann alltaf sterkar skoðanir á hinu ýmsu.