Breski trúbadorinn Danny McEvoy bregður á leik á YouTube-rás sinni og tekur órafmagnaða útgáfu af framlagi Íslands í Eurovision, Hatrið mun sigra með Hatara.
Eins og flestir vita var lagið flutt á íslensku í úrslitum Söngvakeppninnar og Danny virðist vera búinn að æfa sig talsvert við að ná framburðinum réttum. Þá splæsir Danny meira að segja í pípuhatt með íslenska fánanum, þó að fáninn sé reyndar á hvolfi.
Danny virðist vera í miklu Eurovision-stuði og hefur meðal annars birt sínar útgáfur af serbneska framlaginu og því frá Molódvíu á YouTube-rásinni.