Úrslit Söngvakeppninnar standa nú yfir og hafa allir flytjendur flutt sín lög. Nú er beðið eftir úrslitum úr kosningu þegar kemur í ljós hvaða tveir flytjendur etja kappi í einvíginu.
Íslendingar eru búnir að vera duglegir að tísta um keppnina eins og vanalega, en þetta höfðu tístsrar að segja um atriðin fimm.
Fyrstur á sviðið var Friðrik Ómar. Fólk var sammála um að hann hefði staðið sig frábærlega. Tístarar spáðu líka mikið í útlitinu hans.
Sanna Nielsen 2014 eða Friðrik Ómar 2019. #12stig pic.twitter.com/40zR9F2rAQ
— Haukur Árnason (@HaukurArna) March 2, 2019
Inspired by Trump? #12stig pic.twitter.com/7Yo4GWdizT
— Maggi Peran (@maggiperan) March 2, 2019
Getur einhver sagt mér í hvernig lýtaaðgerðir Friðrik Ómar er búinn að fara í?! Sé að hann er öðruvísi en átta mig ekki á því hvað er öðruvísi #12stig
— Ásta S. Guðjónsdótti (@AstaSigga) March 2, 2019
Ég heyri bara must be love on the brain #12stig
— Sigrún Eva (@Sigrun3va) March 2, 2019
Afhverju ertu svona góður söngvari Friðrik? AFHVERJU?! #12stig
— Inga? (@irg19) March 2, 2019
Djö er Frómarinn Trump-Tanaður á því. #12stig
— Hafsteinn Árnason (@h_arnason) March 2, 2019
Hvað er í vatninu á Dalvík? Þvílíkar raddir sem koma þaðan #Söngvatn #12stig
— Maggi Peran (@maggiperan) March 2, 2019
Efnalaugin Fönn styrkir Friðrik Ómar í kvöld #12stig
— Kolbrún Bergsdóttir (@KolbrunBergs) March 2, 2019
Það verður ekki tekið af honum Friðriki. Djöfull getur hann sungið. #12stig
— Vidar Brink (@viddibrink) March 2, 2019
Friðrik Ómar á heimsmælikvarða!!! #12stig
— Jón Axel Ólafsson (@jonaxel) March 2, 2019
Þessar raddir hjá Friðriki Ómari eru svo sjúkar! #12stig
— Sóli Hólm (@SoliHolm) March 2, 2019
Bæng! Negla hjá Friðriki Ómari! #12stig
— Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) March 2, 2019
Ég myndi vilja hafa Friðrik Ómar í mínu hjólreiðaliði. Sjáið þessi læri. #12stig
— Hilmar Jónsson (@Hilmar_jons) March 2, 2019
Næst var komið að Kristinu Bærendsen. Fólk var almennt sammála að hún hefði staðið sig vel, fannst Bond-fílíngurinn skemmtilegur. Hins vegar var gítarinn umdeildur.
Bond fílingur í þessu lagi Kristínar #12stig
— Karl Steinar (@carlsteinar) March 2, 2019
Snilld að láta Kristinu hafa gítar, þvílík redding á stífri sviðsframkomu #12stig
— Inga? (@irg19) March 2, 2019
Good call. Leyfa Kristinu að vera hún sjálf á sviðinu. Engin vandræðaleg spor, bara afslöppuð og töff. #12stig
— Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) March 2, 2019
Metnaður að vera með gítarnögl fyrir gítar sem er ekki í sambandi. #12stig
— Sóli Hólm (@SoliHolm) March 2, 2019
Það er einhver James Bond tónn í þessu lagi fyrir utan titilinn. #12stig
— Vidar Brink (@viddibrink) March 2, 2019
Það er smá Austin Powers í þessu hjá þeirri Færeysku. Læk á það. #12stig
— Sexygeir (@sexygeir4real) March 2, 2019
Óvænta entryið í toppbaráttuna er Bondstúlkan Bærendsen fra Förjar. Me like #12stig
— Magnús Þór Jónsson (@maggimark) March 2, 2019
James Bond myndin Mama Said væntanleg í bíó. Titillagið klárt. #12stig
— Örn Úlfar Sævarsson (@ornulfar) March 2, 2019
Tilgangslausasti gítar í sögu þjóðarinnar #12stig
— Linda B Pétursdóttir (@lindabjorkpe) March 2, 2019
Mér finnst þetta lag hjá Bærendsen samt eitt besta lagið í keppninni. #12stig
— Sóli Hólm (@SoliHolm) March 2, 2019
Þessi pía er með svo geggjaða rödd og er svo fyndin týpa #12stig
— Sveinbjörn (@sveinbjornp) March 2, 2019
OK! Var Kristína að stela senunni með Mama said? Stjörnuperformans. #12stig
— Guðfinnur Sigurvins (@gudfinnurs) March 2, 2019
Munu Færeyingar eiga sitt “Magni í RockStar Supernova” móment fyrir Kristínu í kvöld? #12stig
— Árni Helgason (@arnih) March 2, 2019
Þriðja á svið var Tara Mobee. Skiptar skoðanir voru um frammistöðuna.
Tara er allt of kúl fyrir þessa keppni #12stig
— Inga? (@irg19) March 2, 2019
Mig langar að vera Tara… mér finnst hún bara babe soz ? #12stig
— Ágústa Sif (@itsagustasif) March 2, 2019
Lagið hennar Töru er flott en aðeins of kraftlítið #12stig
— Drifa Margret (@drifa76) March 2, 2019
Hverniiig komst þessi Tara afram með þetta lag? Það er ALLT faranlega lelegt við þetta. Auk þess heyrist ekkert i henni #12stig
— Andri F. Sveinsson (@AndriSveins) March 2, 2019
Uppfyllingarefni #12stig pic.twitter.com/JMe9yrgoYe
— Hawk Football Artist (@hawk_attacks) March 2, 2019
Hvað gerist ef við sameinum besta lagið og versta flutninginn?? Fighting for love…… #12stig
— Gunnar Ásgeirsson (@gunnaragust79) March 2, 2019
Var smá að vona að hún hefði ákveðið önnur föt #12stig
— Holmfridur Bjornsd (@hofyhelga) March 2, 2019
Vandræðalega mómentið þegar hluti salarins heldur að lagið sé búið og byrjar að klappa of snemma.#12stig
— Stefán Halldórsson (@Stebbi76) March 2, 2019
Feelgood og diskóljós. Verður gaman að fylgjast með Töru í framtíðinni. #12stig
— Magnús Þór Jónsson (@maggimark) March 2, 2019
Ég held að Tara sé að fara……heim #12stig
— HjaltiVignis (@HjaltiVignis) March 2, 2019
Finnst vanta kraftinn í flutninginn hjá Töru og félögum í þessu lagi. Hæfileikarnir samt klárlega til staðar #12stig
— Hallgrímur Indriða (@hallgrimuri) March 2, 2019
Þá var komið að Eurovision-stjörnunni Heru Björk. Allir sammála um að Hera sé frábær söngkona en lagið hitti ekki í mark. Splittið vakti athygli.
Hera er Bergþór Pálsson in disguise #12stig
— BERTI (@engilbert92) March 2, 2019
ZzZzZz #12stig
— Holmfridur Bjornsd (@hofyhelga) March 2, 2019
Gjörsamlega geggjað Bond-lag hjá Heru #12stig pic.twitter.com/WfAutORubd
— Hans Steinar (@hanssteinar) March 2, 2019
Eins frábær og Hera er þá er lagið bara ennþá leiðinglegt. #sorrynotsorry #12stig
— Íris Björnsdóttir (@Iris_ofcourse) March 2, 2019
Ef hún fer í splitt á sviðinu skal ég kjósa #12stig
— Karl Steinar (@carlsteinar) March 2, 2019
Get ekki ákveðið mig hvort lagið hennar Heru sé úr Disney teiknimynd eða einhverri James Bond ræmu. #12stig
— Hafsteinn Árnason (@h_arnason) March 2, 2019
Ég er strax búinn að gleyma hvernig lagið hjá Heru hljómar, og hún er samt ennþá að syngja það… #12stig
— Elli Pálma (@ellipalma) March 2, 2019
Þrátt fyrir smá girl crush á Heru í gegn um árin þá er lagið hennar núna svona pissupásu lag 🙁#12stig
— Drifa Margret (@drifa76) March 2, 2019
Hera er fantaflott söngkona. Það verður ekki frá henni tekið. Lagið nær hins vegar aldrei flugi. #12stig
— Svala Jonsdottir (@svalaj) March 2, 2019
Sátt með að Hera fari fyrir Íslands hönd ef hún fer í splitt í lok lagsins #12stig
— Sara Mjöll (@saramjollm) March 2, 2019
Mögulega best framsetta atriði í sögu Söngvakeppninar á Íslandi hjá Heru. Leiðinlegt að lagið er ekki betra. #12stig
— Styrmir Hansson (@showerysty) March 2, 2019
Svo mætir Hera á svið og sýnir öllum hinum hvernig á að gera þetta! Þvílík drottning! #12stig
— Ágústa Arna (@djammstrumpurin) March 2, 2019
Hera er dásemd! Svo flott á sviðinu. Ég táraðist bara #12stig
— Ásta Björg (@astabj) March 2, 2019
Sveitin Hatari steig seinust á stokk. Lokaði keppninni með stæl og tístarar eru að fíla það.
Bdsm þema partý í maí! Djöfull er ég peppuð. #12stig #hatari #teamhatari
— Ragga Gunnars (@raggaj89) March 2, 2019
Mér sýnist #hatari bara vera ljúfir pollapönkarar inn við beinið. #12stig
— Kittysveins (@kittysveins) March 2, 2019
Hatrið vann mig með þessari köku.#12stig
— Stefán Halldórsson (@Stebbi76) March 2, 2019
Hatari mun tjóðra Evrópu og flengja hina þjóðirnar #12stig #Söngvakeppnin
— Unnar þór (@Unnarth) March 2, 2019
Hatari hendir blautri tusku framan í aðstandendur fórnarlambanna í #Ófærð með því að setja Stefán í kynningarmyndbandið #12stig
— Árni Helgason (@arnih) March 2, 2019
And we have a winner. #hatari #12stig
— Kristin Sigurgeirs (@KSigurgeirs) March 2, 2019
Til að ná þessum hljóm í rödd sinni, er háls söngvara Hatari
skrapaður með ryðguðum gaddavír #12stig— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) March 2, 2019
Yfirburðir Hatara eru áþreifanlegir #12stig
— Snorri Örn (@snorriorn) March 2, 2019
Hatrið mun sigra í kvöld, það er klárt mál! Því miður #12stig
— You Know What (@whatwouldBWsay) March 2, 2019
Þetta Hataralag er geggjað! Ég þarf að temja mér "Don't hate the player hate the game" hugsunarhátt.#12stig
— Ásgrímur Guðnason (@AsiGudna) March 2, 2019
Þetta atriði…þetta sjóvið #12stig
— Magnús Þór Jónsson (@maggimark) March 2, 2019
Ég held að Hatari sé það fallegasta sem ég hef séð í íslensku sjónvarpi. Svona eins og ungt Laibach. #12stig
— Karen Kjartansdottir (@karendrofn) March 2, 2019
Hatið eða elskið Hatrið. Þau eru að rústa keppninni í kvöld á sviðsmynd og setup-inu einu og sér #12stig #metnaður
— Sverrir Gauti (@SverrirGauti) March 2, 2019