fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Sjáið gæsahúðarmómentið þegar Árni Beinteinn bað Írisar í Disney World: „Ég bjóst alls ekki við þessu“

Fókus
Laugardaginn 2. mars 2019 17:42

Dúllurnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Árni Beinteinn fór á skeljarnar í Disney World í Orlando á Flórída í gærkvöldi og bað sinnar heittelskuðu, tónlistarkonunnar Írisar Rósar.

Bæði Árni og Íris birta myndbönd af bónorðinu á Instagram-síðum sínum og er þetta í einu orði sagt gæsahúðarmóment.

„Ástin min bað mig um að giftast sér fyrir framan kastalann í gærkvöldi! Hann gerði það rétt fyrir flottustu flugeldasýningu sem ég hef á ævinni séð!!“ skrifar Íris við myndbandið sitt, en bónorðið kom henni í opna skjöldu.

„Ég bjóst alls ekki við þessu og þetta var klárlega besta frí sem ég hef upplifað! Elska þig af öllu hjarta elsku Árni minn,“ bætir hún við.

https://www.instagram.com/p/BugpMNngtuF/

Árni skrifar einfaldlega við sitt myndband:

„Veit ekki alveg hvernig ég á að túlka þessi viðbrögð…en ég tek þessu sem jái.“

https://www.instagram.com/p/Bug27BKABWw/

Árni Beinteinn hefur leikið nánast frá blautu barnsbeini og þykir mikið efni í leiklistinni. Sama má segja um Íris, nema í tónlistinni, en hún hefur verið í tónsmíðanámi við Listaháskólann og gaf út plötuna Forever í fyrra undir listamannsnafninu Roza.

Fókus óskar þeim innilega til hamingju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram