Nú standa úrslit Söngvakeppninnar yfir í Laugardalshöll, en gestir í salnum gátu nælt sér í plaköt með flytjendum fyrir útsendingu.
Ef marka má Twitter eru plaköt Hatar búin og velta einhverjir fyrir sér hvort það gefi vísbendingu um úrslitin í kvöld.
„Ætli plakatavísitalan hér í Laugardalshöll segi okkur eitthvað? Hataraplakötin búin, nóg til af hinum öllum,“ skrifar Kristján Freyr.
Ætli plakatavísitalan hér í Laugardalshöll segi okkur eitthvað? Hataraplakötin búin, nóg til af hinum öllum. #12stig
— Kristján Freyr (@KrissRokk) March 2, 2019
Twitter-notandi sem kallar sig Dude Points tekur í sama streng.
„Hatar plakötin eru næstum því búin ef við miðuð við hina flytjendurna,“ skrifar hann meðal annars.
Straw poll based upon the free posters available at the venue:Hatari posters are virtually gone compared to all other performers. #songvakeppnin #12stig
— dudepoints (@dudepoints) March 2, 2019