Hljómsveitin Hatari sigraði í Söngvakeppninni í kvöld og verða Hatarameðlimir því fulltrúar Íslands í Eurovision í maí.
Hatari flutti Hatrið mun sigra og lokaði þar sem Söngvakeppninni. Sveitin komst í einvígið ásamt Friðriki Ómari með lagið Hvað ef ég get ekki elskað?, þar sem hatrið hafði betur.
Keppnin var gríðarlega spennandi og mátti vart heyra saumnál detta þegar úrslitin voru kunngjörð.
Hljómsveitin Hatari hefur verið talin sigurstranglegust síðustu vikur, jafnt hjá almenningi, Eurovision-spekingum og í veðbönkum.
DV óskar Hatara innilega til hamingju með sigurinn!