Það vakti mikla athygli í kynningarmyndbandi Hatara í Söngvakeppninni í kvöld að þeir sýndu á sér mýkri hliðar.
Bökuðu Hatarar köku og virtust vera að gera grín að kökubakstri Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra sem var útgangspunktur í kosningamyndbandi hans á vegum Sjálfstæðisflokksins fyrir ekki svo löngu síðan.
Svanhildur Hólm, aðstoðarkona Bjarna, vekur máls á þessu á Twitter og skrifar: „Gaman að sjá að Hatari hefur lært af þeim bestu“ og vísar þar í Bjarna Benediktsson. Að hann sé bestur í bakstri.
Bjarni sjálfur bregst við þessu tísti og skrifar:
„Gera menn hvað sem er fyrir atkvæði?“, en hann var einmitt gagnrýndur á sínum tíma fyrir að grípa í baksturstakta fyrir atkvæði.
Gaman að sjá að Hatari hefur lært af þeim bestu ? @Bjarni_Ben #12stig pic.twitter.com/ZX8WoNRl85
— Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) March 2, 2019