Myllumerkið #pabbatwitter er eitt af skemmtilegustu myllumerkjunum til að fylgja á Twitter, en undir því merki tísta íslenskir feður um feðrahlutverkið á oft mjög gamansaman hátt.
Við tókum saman nokkur myllumerki en frásagnirnar veita ómetanlega innsýn í föðurhlutverkið og eru oftar en ekki á mjög spaugilegum nótum.
7 ára syni mínum fannst “slysabarn” fáránlegt konsept þegar 10 ára systir hans sagði honum frá því að sum börn yrðu óvart til. “Það þarf að setja typpið INNÍ PÍKUNA!! Hvernig á það að gerast ÓVART!!?!”#pabbatwitter
— Jóhannes Haukur (@johanneshaukur) February 28, 2019
Þrjú hér ?
2,5 ára með hlaupabólu
7 ára komin niður í 37,4°C
8,5 ára með 38,4°c
Mamman á kvöldvakt
Pabbinn með 38,1°c
Ef ég lifi má taka af mér sjálfræðið#pabbatwitter— siggi mús (@siggimus) February 28, 2019
7 ára dóttir: Pabbi elskar þú mommy?
Ég reyndi að skipta um umræðuefni.
D: Ef þú elskar ekki mommy þá hatar þú hana!
Ég: Nei það virkar ekki þannig, ég hata engan og alls ekki mömmu þína.
Í hennar augum er lífið bara svart og hvítt ekki grátt! #skilnaðartwitter #pabbatwitter— Mr. Bergsson (@jmbergsson) February 21, 2019
Leikrænir tilburðir mínir eru svo takmarkaðir að ég nota sömu röddina fyrir sjóræningja, Mikka ref og Batman þegar ég er í leik við syni mína #pabbatwitter
— Hafþór H Helgason (@OceanThor) February 20, 2019
Í gær sagði ég eitthvað sem fékk bráðum 11 ára dóttur mína til að hlæja. Geðshræring mín er slík að ég get ómögulega munað hvað ég sagði! #pabbatwitter
— Pétur Vilhjálmsson (@PVilhjalmsson) February 19, 2019
Ég fór í búðina að kaupa nammi með krakkana. Ég keypti mér kók í gleri. Það var ekki til upptakari þannig að ég fékk lánaðann kveikjara til að opna flöskuna. 8 ára dóttir mín var mjög impressed og horfði á mig eins og ég væri fokking rokkstjarna.#pabbatwitter
— Valtýr Örn (@valtyrorn) February 23, 2019
Við skiljum heldur ekkert í þessu Mikael:
Við höfum sent menn til tunglsins og gert stór merkilegar uppgvötanir en ennþá er ekki búið að finna einfalda leið til þess að brjóta saman barnaferðarúm. Þetta er óþolandi drasl! #pabbatwitter pic.twitter.com/tCN10xM5np
— Mikael Marinó Rivera (@mikaelrivera) February 25, 2019
Ég að halda á annarra manna barni vs. ég að halda á eigin barni.#pabbatwitter pic.twitter.com/YLc3yhLHSD
— Einar Lövdahl (@EinarLovdahl) February 21, 2019
Ég: Best að vera ekki alltaf að trufla börnin í leik, þau ráða framúr þessu.
Líka ég: Hausinn á bróðir þínum er ekki tromma!#pabbatwitter
— Gísli Már (@gislimar) February 24, 2019