fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fókus

Er Hatari að ögra Friðriki Ómari? Lögðu stærra hjólhýsi við hliðina á hans

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 1. mars 2019 19:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil spenna ríkir nú fyrir lokakvöld undankeppni Eurovision á Íslandi sem fram fer í Laugardalshöll á laugardagskvöld. Allt stefnir í einvígi milli Friðriks Ómars og Hatara en hinir síðarnefndu virðast þó sigurstranglegri miðað við kannanir. Friðrik Ómar vakti athygli með því að leggja hjólhýsi við hliðina á Laugardalshöllinni þar sem hann heldur til í lokaundirbúningi sínum fyrir keppnina. Hatari brást hins vegar við þessu með því að leggja stærra hjólhýsi við hliðina á Friðriki Ómari.

„Ég held að hans hjólhýsi sé 5 metrar en okkar er 9 metrar, við erum auðvitað fleiri,“ segir Matthías Tryggvi Haraldsson, einn meðlima Hatara í viðtali við DV. Aðspurður hvort hann sé búinn að hitta nýja nágrannann gaf Matthías í skyn að samskipti hefðu ekki verið mikil en nábýlið færi vel af stað:

„Við í Hatara komum alltaf fram við nágranna okkar af virðingu og náungakærleik.“

Matthías segir að hjólhýsið verði einkum notað til hugleiðslu en gott sé að hugleiða í um 90 mínútur áður en stigið er á svið. „Svo kyrjum við möntrur sem við höfum lært hjá vinum okkar í BDSM-félaginu,“ segir Matthías.

Aðpurður hvort þeir væru að herma eftir Friðriki Ómari eða hefðu fengið hugmyndina að hjólhýsi  um leið og Friðrik hló Matthías og sagði: „Ég kýs að svara no comment.“

Ekki náðist í Friðrik Ómar við gerð fréttarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sjáðu sýningu Kendrick Lamar í hálfleik Ofurskálarinnar

Sjáðu sýningu Kendrick Lamar í hálfleik Ofurskálarinnar
Fókus
Í gær

Margrét varð á vegi svikakvenda í Flórída sem höfðu af henni mikið fé

Margrét varð á vegi svikakvenda í Flórída sem höfðu af henni mikið fé
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Þetta er símtal sem ég myndi ekki vilja óska neinum að fá“

„Þetta er símtal sem ég myndi ekki vilja óska neinum að fá“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móeiður lætur aldurinn og álit annarra ekki stoppa sig og tekur þátt í Ungfrú Ísland – „Þú getur verið gordjöss og flott á öllum aldri“

Móeiður lætur aldurinn og álit annarra ekki stoppa sig og tekur þátt í Ungfrú Ísland – „Þú getur verið gordjöss og flott á öllum aldri“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Feit vinkona mín byrjaði á Ozempic og getur ekki hætt að tala um það“

„Feit vinkona mín byrjaði á Ozempic og getur ekki hætt að tala um það“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Selma lagðist í sjálfsvinnu fyrir son sinn – „Var búin að takast á við áföllin og taka þau í sátt“

Selma lagðist í sjálfsvinnu fyrir son sinn – „Var búin að takast á við áföllin og taka þau í sátt“