fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Daði segir fólki af hverju það verður að kjósa Hatara í Eurovision

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 28. febrúar 2019 17:30

Daði er með mikilvæg skilaboð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur líklegast ekki farið framhjá neinum að úrslit Söngvakeppninnar ráðast á laugardagskvöldið næsta, þegar að fimm flytjendur keppast um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision í Ísrael í maí.

Margir telja að sigurstranglegustu flytjendurnir séu Hatari og Friðrik Ómar. Daði Steinn Jónsson birtir forvitnilegan pistil í hópnum Júróvisjón 2019 og hefur gefið DV góðfúslegt leyfi til að birta hann. Í pistlinum útskýrir hann fyrir landsmönnum af hverju þeir verða að kjósa Hatara á laugardaginn.

„Vildi helst sleppa því að skrifa þetta en eftir að hafa lesið umræðuna í þessari grúbbu þá hef ég ákveðið að taka „real talk“ og eitt „one for the team“ á mig fyrir okkur fólkið með smá „common sense“,“ skrifar Daði og heldur áfram.

„Flott lög í keppninni (samt ekki, er bara að reyna að vera jákvæður), en elsku Íslendingar hvernig væri að kjósa Hatara? Restin er ekki að fara neitt áfram í keppninni hvort sem ykkur líkar það eða ekki, hin lögin eru einfaldlega fyrirsjáanleg, einföld og skera sig 0 út frá hinum. Mér gæti ekki verið meira sama þótt þér líki ekki við lagið, hárgreiðslu, framkomu eða hversu oft meðlimir Hatara fara í kirkju, sannleikurinn er einfaldur, við erum frekar ofarlega í veðbönkum útaf laginu frá Hatara og það hefur sannað sig á áhorfum og viðtökum erlendis frá.“

Þá les hann yfir þeim sem ætla að kjósa eitthvað annað en Hatrið mun sigra á laugardagskvöld.

„Allir þeir sem ætla sér að kjósa eitthvað annað en lagið hjá Hatara eru einfaldlega að senda lag sem tekur þátt til þess að taka þátt en ekki til þess að komast sem lengst, ekki kjósa plís, klappaðu fyrir laginu heima, farðu í kjól að dansa húla húla og farðu svo í vinnuna daginn eftir og hlustaðu á það á Youtube. Fyrirfram þakkir.“

Pistillinn hefur uppskorið yfir hundrað læk í grúbbunni og eru margir sem eru algjörlega sammála Daða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð