fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Svartur heimildarþáttur um sænska Eurovision-sveit: Þvingaðar til að léttast – „Þér er ekki treystandi“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 25. febrúar 2019 21:00

Alvarlegar ásaknir á hendur stofnenda Dolly Style.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænska stúlknasveitin Dolly Style var stofnuð sumarið 2014 af Emmu Nors og Palle Hammarlund. Sveitin hefur notið gríðarlegra vinsælda í heimalandi sínu og hefur þrisvar tekið þátt í forkeppni Eurovision, Melodifestivalen; árið 2015 með lagið Hello Hi, árið 2016 með lagið Rollercoaster og nú síðast fyrir nokkrum dögum með lagið Habibi. Var þeim spáð mikilli velgengni í ár en komust ekki upp úr undanúrslitum.

„Þetta var ekki rétta leiðin“

Nú hefur sænska ríkissjónvarpið sett í loftið fyrsta part í heimildarþáttaröð sem heitir Dolly Style-fabriken, eða Dolly Style-verksmiðjan, þar sem fyrrverandi meðlimir lýsa slæmri meðferð sem þeir þurftu að þola á meðan þeir voru í sveitinni. Einn af þeim er Emma Pucek, einn af fyrstu meðlimum sveitarinnar. Hún yfirgaf Dolly Style árið 2015. Hún segir að mikla kröfur hafi verið gerðar á hljómsveitarmeðlimi að léttast.

Emma Pucek var meðlimur árin 2014 til 2015.

„Við fengum allar markmið um þyngd, útlit og persónuleika en út á við þurftum við að vera einstaklingar og tala um að „vera við sjálfar“. Mig langar að hafa frelsi til að vera ég sem listamaður, sem ég sjálf, að vera Emma. Þetta var ekki rétta leiðin. Ég heyrði fullt af athugasemdum um þyngd mína og útlit til dæmis og fékk oft að heyra að ég væri „svanga dúkkan“ vegna þess að ég borðaði oft,“ segir Emma og heldur áfram.

„Ég er heppin að ég er sjálfsörugg og ég vissi að þetta væri rangt, en ég gat ekki staðið á sviði og staðið fyrir einstaklingshyggju og talað gegn einelti þegar það var komið svona fram við okkur. Þetta var tvöfalt siðgæði.

Lifði í ótta

Annar upprunalegur meðlimur, Alexandra Salomonsson, segir að hún hafi oft verið hrædd um að hún gæti ekki yfirgefið sveitina, en hún var meðlimur í fjögur ár.

„Ég hafði það alltaf á tilfinningunni að ég gæti ekki hætt. Ef maður vogaði sér að hugsa öðruvísi og ekki fylgja því sem manni var sagt var maður sífellt óttasleginn um að maður yrði rekinn úr sveitinni,“ segir hún.

Alexandra Salomonsson.

„Þú þarft að gleyma eigin egói til að gera eitthvað stærra“

Í heimildarþættinum er einnig sýnt frá æfingum með Emmu Nors, stofnanda Dolly Style. Í myndbrotinu sést hún gagnrýna sveitina harkalega og þegar einn meðlimur sveitarinnar í dag, Mikaela Samuelsson, lýsir því hvað henni finnist erfitt að syngja fyrir framan áhorfendur og spyr hvort hægt sé að sleppa því segir Emma einfaldlega: „Nú, þá mun fólk segja að þú getir ekki sungið.“

Seinna í heimildarþáttunum segir Emma hreint út við kvikmyndagerðarmenn að erfitt sé að stjórna meðlimum sveitarinnar.

„Það er erfitt að leikstýra þeim því þær eru vinir. Já, þær eru listamenn en þær eru listamenn í fyrirbæri sem var búið til,“ segir hún og bætir við á öðrum stað:

Stofnendur Dolly Style: Emma og Palle.

„Stærsta vandamálið með Dolly Style er að ég bauð þeim að hafa álit á hlutunum. Þegar maður gerir það fer allt úrskeiðis. Þeim dettur í hug alls kyns hugmyndir og ég verð að segja þeim hvað þær eru að gera. Þær byrja að hugsa: „Við höfum eitthvað að segja, við viljum stjórna því við bjuggum þetta til.“ Og það er rangt. Þú þarft að gleyma eigin egói til að gera eitthvað stærra.“

„Ha? Bíddu…ha? Heyrði ég rétt? Hvað sagðir þú?“

Emma líkir Dolly Style einnig við skyndibitakeðjuna McDonald‘s og segir að hægt sé að fjöldaframleiða slíkar sveitir til að ná heimsyfirráðum í tónlistarbransanum. Hennar hugmyndir eru að hvert land eigi sína eigin Dolly Style-sveit og hittist á hverju ári í svokölluðu Dolly-con. Fyrrnefnd Alexandra segir frá því í þættinum þegar að Emma sagði henni fyrst frá þessum hugmyndum.

„Ég sagði bara: „Ha? Bíddu…ha? Heyrði ég rétt? Hvað sagðir þú?“ Þannig að hún útskýrði þetta aftur. Að hún ætlaði að búa til Dolly Style-sveitir um allan heim með öðrum stúlkum. Ég man að þetta var stundin þar sem ég horfði á Emmu og hugsaði: „Nei, þér er ekki treystandi.“ Það var ekkert sem ég gat sagt, ekkert sem ég gat gert. Þetta varð mjög erfitt,“ segir hún.

Frá æfingu Dolly Style.

Núverandi meðlimir vísa ásökunum á bug

Sniðmát Dolly Style er að meðlimirnir eru þrír og taka sér nöfnin Molly, Holly og Polly. Allir þrír upprunalegu meðlimir sveitarinnar eru hættir en núverandi meðlimir sendu frá sér yfirlýsingu á Facebook vegna heimildarþáttar SVT.

„Við höfum allar séð heimildarmyndina og finnst skelfilegt hvernig þetta lítur út. Tilgangur heimildarmyndarinnar var eitthvað allt annað í upphafi og við erum vonsviknar yfir útkomunni,“ segja þær og vísa öllum ásökunum á bug.

„Við höfum aldrei þurft að vera í sérstakri þyngd. Þið verðið að vita það. Dolly Style og Emma hafa alltaf staðið fyrir að fólk fái að vera eins og það er.“

Þá mæra þær stofnandann Emmu Nors.

„Emma er frábær leiðtogi, frumkvöðull, áhugasöm og manneskja sem myndi aldrei skaða sveitina, hvorki fyrrverandi eða núverandi meðlimi. Dolly Style hefur verið tilbúin hugmynd frá byrjun og það hefur alltaf verið vitað. Við hörmum að þið sjáið aðra hlið á fyrrverandi átrúnaðargoðum ykkar og okkur finnst aldrei í lagi að tala illa um fólk. Við elskum þig Emma og okkur finnst svo ótrúlega sorglegt að heimildarmyndin hafi farið svo langt frá því sem hún átti að vera í byrjun.“

Hægt er að horfa á þáttinn með að smella hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð