Hljómsveitin Queen, með Idol-stjörnurna Adam Lambert við hljóðnemann, opnaði Óskarsverðlaunahátíðina í nótt með lögunum We Will Rock You og We Are the Champions.
Það má með sanni segja að frammistaða sveitarinnar hafi vakið mikla lukku meðal A-lista fólksins í Hollywood og stóðu stjörnurnar upp og klöppuðu fyrir hljómsveitinni.
Þetta var gott kvöld í alla staði fyrir Queen þar sem kvikmyndin um sveitina, Bohemian Rhapsody, fékk fern verðlaun á hátíðinni og var aðalleikarinn Rami Malek, sem túlkaði Freddie Mercury, til dæmis kosinn besti leikarinn í aðalhlutverki.
Sjáið frammistöðu Queen á Óskarnum í myndbandinu hér fyrir neðan:
https://www.youtube.com/watch?v=XwbCfVEB5EM