fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Eurovision-sérfræðingar spá í spilin: Friðrik Ómar flatur – Tara ætti að reka förðunarfræðinginn sinn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 25. febrúar 2019 13:30

Hver vinnur næsta laugardagskvöld?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, FÁSES, ætlar að hita upp fyrir úrslit Söngvakeppninnar þann 2. mars næstkomandi með því að birta myndband á hverjum degi þar sem fimm Eurovision-sérfræðingar spá í spilin. Í fyrsta myndbandinu af fimm er byrjað á sjálfum Friðriki Ómari.

Hvað ef ég get ekki elskað? – Friðrik Ómar

„Hann er góður söngvari,“ segir Bastien Venturi, meðlimur FÁSES, sem er ekkert alltof hrifinn af laginu samt. „Ég er ekki viss um að hann meini það sem hann syngur og þess vegna er lagið flatt,“ bætir hann við. „Það er ekki möguleiki á að það komist í úrslitakeppnina.“

Einkunn: 6 stig af 12

Mama Said – Kristina Bærendsen

„Þetta er ekki alveg minn tebolli, eins og maður segir,“ segir Reynir Þór Eggertsson, betur þekktur sem Eurovision-Reynir. „Hún er mjög flott söngkona og gaman að heyra meira frá henni en ég held í rauninni að þetta lag væri kannski það síðsta af þessum fimm sem eru með í keppninni í ár,“ segir hann og bætir við að hann hefði ekki valið Mama Said sem aukalagið. „Ef að ég hefði verið í dómnefnd hefði ég valið annað lag en þetta lag sem „wild card“-ið. Ég hefði sjálfur valið Heiðrúnu Önnu og Helgi sem mér finnst afskaplega skemmtilegt lag.“

Einkunn: 3 stig af 12

Fighting for Love – Tara Mobee

„Í fyrsta lagi hljómar lagið eins og eitthvað sem hefði ekki komist inn í Melodifestivalen [sænsku Söngvakeppnina],“ segir Eurovision-aðdáandinn Marco Luis. „Mér finnst Tara æðisleg og hún er mikið efni,“ segir hann jafnframt og bætir við að honum lítist hvorki á farða Töru né klæðnað í undanúrslitum Söngvakeppninnar. Mælir hann með því að Tara reki manneskjuna sem sá um förðunina það kvöld.

Einkunn: 6 stig af 12

Moving On – Hera Björk

„Hera Björk er næstuppáhaldslagið mitt í keppninni,“ segir Konstantin Ohr, Eurovision-plötusnúður. „Lagið er ekki framúrskarandi að mínu mati en þetta er snoturt lag. Mjög vel flutt.“

Einkunn: 8 stig af 12

Hatrið mun sigra – Hatari

„Þegar ég heyrði fyrst lag Hatara fannst mér það áhugavert. Síðan kom djöflasöngurinn inn og það var í fyrstu ógnvekjandi en síðan áhugavert,“ segir Paul Lashmana. „Ég las síðan textann og hann er mjög dapurlegur en mjög 2019,“ bætir hann við. Hann horfði ekki á frammistöðu Hatara í undanúrslitum en telur að atriðið sjálft eigi ekki að vera of tilkomumikið því lagið sjálft sé sterkt.

Einkunn: 8 stig af 12

Myndbandið í heild sinni má horfa á hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð