Þátturinn 12 stig var á dagskrá RÚV í gærkvöldi. Í fyrri helmingnum var farið yfir keppnina með fjórum álitsgjöfum og í seinni hlutanum voru allir fimm flytjendurnir sem keppa næsta laugardagskvöld teknir tali.
Frammistaða Hatara, sem hafa þótt sigurstranglegir með lagið Hatrið mun sigra, vakti gríðarlega athygli á Twitter og fannst einhverjum nóg um hvernig þeir höguðu sér í þættinum. Þeir sögðu lítið, störðu út í tómið og voru búnir að æfa sérstakar handahreyfingar við svör sín.
Æji þetta hatara grín er alveg komið gott #12stig
— Ragnar Vignir (@RV2303) February 23, 2019
Eins og mig langar að Hatari fari til Ísrael. Er þessi frammistaða í þættinum #12stig að tryggja að ég er að fara spara 139 krónur næsta laugardag.
— Ómar Stefánsson (@OmarStef) February 23, 2019
Hafði alveg húmor fyrir Hatara á sviði en Guð minn almàttugur hvað þetta er kjánalegt og glatað á RÚV núna #12stig
— Andri Júlíusson (@andrijull) February 23, 2019
Kræst hvað Hatari eru hrikalega pirrandi tilgerðarlegir….#12stig
— Guðrún Gyða Eyþórs (@ggarnadottir) February 23, 2019
Sumt ungt fólk fær mig til að þola ekki ungt fólk #12stig #YouLeaveHeraOutOfThis pic.twitter.com/3UQFuGLJWr
— Magnús (@muggsson) February 23, 2019
Ég er smá að fá leið á Hatara … #12stig
— Þórir Grétar (@ThorirGretar) February 23, 2019
Hversu pirraðir ætli hinir keppendurnir séu á Hatara! ?#12stig #hatari #ftw
— Sæmundur Valdimarsson (@SaemiVald) February 23, 2019
Í staðin fyrir að vera svalir, þá er Hatari meira eins og atriði hjá 7. bekk á skólaskemmtun. #12stig
— Elli Pálma (@ellipalma) February 23, 2019
There will be haters #12stig pic.twitter.com/APmYJowrCu
— Gunnlaugur Jón (@gunnlaugurjon) February 23, 2019
Í staðin fyrir að vera svalir, þá er Hatari meira eins og atriði hjá 7. bekk á skólaskemmtun. #12stig
— Elli Pálma (@ellipalma) February 23, 2019
Hatari..#12stig pic.twitter.com/wFn2PR3zx2
— Rúnar G Þorsteinsson (@runargeir) February 23, 2019