fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fókus

Íslandi spáð 12. sæti í Eurovision: Rússinn sem tapaði talinn sigurstranglegastur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 18. febrúar 2019 14:30

Okkur er spáð góðu gengi þó ekki sé enn ljóst hver fari út fyrir okkar hönd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslandi er spáð 12. sæti í Eurovision í veðbanka á vefnum Eurovision World. Er þetta ansi sérstök spá í ljósi þess að við erum ekki enn búin að velja framlag okkar í keppninni, en valið stendur á milli Hatara, Friðriks Ómars, Heru Bjarkar, Kristinu Bærendsen og Töru Mobee. Eru margir sérfræðingar á því að annað hvort Hatari með lagið Hatrið mun sigra, eða Friðrik Ómar með lagið Hvað ef ég get ekki elskað? verði fulltrúi Íslands í Eurovision í Ísrael í maí. Það kemur allt í ljós þann 2. mars næstkomandi.

Staða okkar í veðbankanum er samt ekki jafn sérstök og Svía, en þeim er spáð öðru sæti í keppninni þrátt fyrir að vera ekki búnir að velja sinn fulltrúa. Má telja líklegt að staða þeirra í veðbankanum orsakist af því hve vel þeir standa sig ávallt í keppninni og hve oft þeir hafa unnið.

Það er hins vegar Rússinn Sergey Lazarev sem mun sigra í keppninni samkvæmt veðbankanum, en hann vakti gríðarlega athygli í Eurovision í Stokkhólmi árið 2016 með lagið You‘re the only one. Hafnaði hann í þriðja sæti þá, en ætlar að reyna aftur núna.

Í þriðja sæti í veðbönkunum er hinn ítalski Mahmood með lagið Soldi, í fjórða sæti er Duncan Laurence frá Hollandi og í fimmta sæti er Ester Peony frá Rúmeníu með lagið On a Sunday.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sjáðu sýningu Kendrick Lamar í hálfleik Ofurskálarinnar

Sjáðu sýningu Kendrick Lamar í hálfleik Ofurskálarinnar
Fókus
Í gær

Margrét varð á vegi svikakvenda í Flórída sem höfðu af henni mikið fé

Margrét varð á vegi svikakvenda í Flórída sem höfðu af henni mikið fé
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kolbrún Pálína – 10 leiðir til að krydda tilveruna

Kolbrún Pálína – 10 leiðir til að krydda tilveruna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslenska undankeppnin fyrir Eurovision hefst í kvöld

Íslenska undankeppnin fyrir Eurovision hefst í kvöld
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Feit vinkona mín byrjaði á Ozempic og getur ekki hætt að tala um það“

„Feit vinkona mín byrjaði á Ozempic og getur ekki hætt að tala um það“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Selma lagðist í sjálfsvinnu fyrir son sinn – „Var búin að takast á við áföllin og taka þau í sátt“

Selma lagðist í sjálfsvinnu fyrir son sinn – „Var búin að takast á við áföllin og taka þau í sátt“