Það kannast líklega flestir við það að hafa upplifað eitthvað í æsku, svo sem hræðilegu nornirnar í Ronju Ræningjadóttur, sem hafði varanleg sálfræðileg áhrif í langan tíma eftir á. Sumir glíma jafnvel enn við martraðir þrátt fyrir að vera komnir á fullorðinsár.
Í gær myndaðist áhugaverður þráður á Twitter þar sem notandinn Hávær Hóra bað Íslendinga um að deila með sér því sem olli þeim martröðum þegar þau voru yngri. Ekki stóð á svörunum og kannast líklega margir við ýmislegt á listanum:
Þetta ógeð hræddi mig meira en allt pic.twitter.com/cvWZMHk2UE
— Hávær Hóra (@thvengur) February 12, 2019
Þetta helvítis djöfulsins andskotans atriði úr Exorcist og bara eiginlega myndin öll. Er ennþá hræddur við þetta og nú mun ég sofa illa í nótt…… pic.twitter.com/8jf7yxJ6GB
— Mikael Marinó Rivera (@mikaelrivera) February 13, 2019
Hroði úr Fuglastríðinu og þessi myn, Pagemaster, þar sem strákur fer á bókasafnið og það kemur bókaflóð og hann breytist í teiknimynd pic.twitter.com/z8kRPBgOfu
— Fríða (@Fravikid) February 13, 2019
— Atli Jasonarson (@atlijas) February 13, 2019
Öll svona stór og mikil blóm pic.twitter.com/ePCZ8aMCAb
— Linda (@LKarlsdottir) February 13, 2019
Nákvæmlega þetta atriði ég svaf ekki í 7 ár pic.twitter.com/WdOLe2K0e2
— Una Hildardóttir (@unaballuna) February 13, 2019
Klemmi, vonda krákan úr jóladagatalinu Á baðkari til betlehem að ógleymdum nornunum úr Ronju ræningjadóttur sem líkjast reyndar Klemma mjög mikið pic.twitter.com/Mk96W8txXL
— hjalti (@realpostmale) February 13, 2019
oj 80’s útgáfan af BLOB fokkaði mér upp. pic.twitter.com/oGuGvxVDHJ
— Bobby Breiðholt (@Breidholt) February 13, 2019
— Dagbjört Hákonardóttir (@dagbjort) February 13, 2019
Þrífætlingarnir, þessir þættir voru í minningunni svo frábærir að þeir voru martraðanna virði pic.twitter.com/ccMoTEdxtn
— Solita (@Solveig1977) February 13, 2019
-Mars Attacks
-Gremlins
-Eight legged freaks
Og einhverja hluta vegna
-How the Grinch stole Christmas pic.twitter.com/TAPtI65lVD— Marbendill (@TrandurJ) February 13, 2019
– Herra Tívolí úr jóladagatalinu Leitin að Völundi
– Tröllin úr síðasta bænum í dalnum
– Þegar vinur hans Gosa breytist í asna pic.twitter.com/sMkHn9fqE1— Aldís Ingvarsdóttir (@aldisingvars) February 13, 2019
Þessir vinir mínir og hljóðin sem þau gáfu frá sér, brunnurinn og shadow temple í heild sinni pic.twitter.com/8ped1733mF
— Karólína (@LadyLasholina) February 13, 2019
Witches, mynd gerð eftir skáldsögu Roald Dahl – þetta var bara sýnt á Stöð 2 í barnatímanum! pic.twitter.com/I5QuXQljCb
— Brynja Garðarsdóttir (@Brynjan) February 13, 2019
People under the stairs (sem ég sá allt, allt of ungur í afmæli hjá eldri frænda), sérstaklega þetta ógeð með afskornu tunguna. Djöfull fokkaði hann mér upp. pic.twitter.com/So4uJ4qL00
— Haukur Bragason (@HaukurBragason) February 13, 2019
Eiginlega allt Heilsubælið. En þá sérstaklega sjálfvirki heimsækjandinn (sem ég finn ekki mynd af) og þessi fucker hérna fyrir neðan. Samt horfði maður á þetta aftur og aftur. pic.twitter.com/IkmGUzFqTK
— Gunni B. (@GunniBer) February 13, 2019
Skárkur og Sammi í flugböngsunum, tveir óþokkar sem gáfu mér miklar martraðir (virka reyndar cute núna) pic.twitter.com/BvXX9RfJBt
— Heiðdís Fjóla (@heiddisfjola) February 13, 2019