Karen Kjartansdóttir, framkvæmdastýra Samfylkingarinnar, og eiginmaður hennar, Hannes Ingi Geirsson, íþróttafræðingur hafa sett hús sitt við Melás 2 í Garðabæ á sölu.
Um er að ræða tæplega tvö hundruð fermetra einbýlishús sem búið er tveimur baðherbergjum, fjórum svefnherberjgum og bílskúri. Ásett verð eru tæplega 78 milljónir króna.
Lóðin öll er rúmlega átta hundruð fermetrar og er heitur pottur á stórri verönd sem fylgir húsinu. Húsið er á tveimur hæðum og pláss fyrir þrjá til fjóra bíla í innkeyrslunni.
„Hefur þig alltaf dreymt um yndislegt eldra hús í úthverfinu en með stoppistöð innan við 200 m frá, risavaxinn garð og góðan pott auk bestu nágranna í heimi? Ef svo er þá gæti þetta hús verið málið,“ skrifar Karen við fasteignaauglýsinguna á Facebook og bætir við að þau hjónin skoði nú aðrar eignir innan sama hverfis.
Í fasteignaauglýsingu fyrir Melás kemur fram að húsið henti vel fyrir barnafjölskyldu þar sem stutt sé í skóla, tómstundir, verslun og þjónustu.