Hljómsveitin Buff hefur sent frá sér nýtt lag eftir sem heitir Ég myndi aldrei setja þig í annað sæti. Það eru söngvararnir Magni Ásgeirsson og Sigga Eyrún sem ljá þeim raddir sínar í lagið en þau þekkja af eigin raun að lenda í öðru sæti.
Magni lenti í öðru sæti í Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2011 með lagið Ég trúi á betra líf og Sigga Eyrún árið 2014 með lagið Lífið kviknar á ný.
Höfundur lagsins er Karl Olgeirsson en hann hefur leikið á hljómborð með Buff um nokkura ára skeið. Ég myndi aldrei setja þig í annað sæti er ofur dramatísk rokkballaða og er gaman að heyra þessa kraftmiklu söngvara fá að njóta sín á háu nótunum.
Hljómsveitin Buff var stofnuð árið 1999 og er því 20 ára á þessu ári og því vel við hæfi að fá nýtt lag frá þeim.