fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
Fókus

Orðagrín á Byltu fylki: Húð og híbýli og Framliðnir á faraldsfæti

Fókus
Sunnudaginn 10. febrúar 2019 13:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í hinum vestræna heimi ofgnóttarinnar er aðeins eitt sem maður fær aldrei nóg af. Skemmtilegum Facebook-grúppum. Einn slíkur er hópurinn Bylt Fylki en þar safnast saman hópur áhugafólks um kvikmyndir og orðagrín. Tilgangur hópsins er að viðhalda þeirri hefð, sem því miður er að hverfa af sjónarsviðinu, að íslenska heiti erlendra mynda og þá með húmorinn að vopni. Segja má að hið heilaga gral slíkra þýðinga sé þegar sakamálaþættirnir „Law & Order: Criminal intent“ var þýtt sem „Lög og regla: Glæpamaður í tjaldi“ í sjónvarpsdagskrá einni um árið. Sá brandari fór víða á samfélagsmiðlum.

Heiti hópsins er tilvísun í svipað orðagrín. Á árum áður var heiti stórmyndarinnar The Matrix þýtt sem Fylki á íslensku. Þriðja myndin í þríleiknum hét The Matrix Revolutions og þaðan er nafnið komið: Bylt Fylki.

Þótt að gleðin og húmorinn sé í fyrirrúmi í hópnum þá kraumar miskunnarlaus keppni undir yfirborðinu, keppni um „lækin“. Sumir eru hylltir sem húmorríkar hetjur á meðan aðrir þurfa að gera sér 2–3 meðvirknislæk að góðu. Það sár sem myndast á sálina við að eiga brandara sem enginn kann að meta getur verið lengi að gróa. Eins og lög gera ráð fyrir eru vinsælustu þýðingarnar oftar en ekki tilvísanir í það sem er í gangi hverju sinni í þjóðfélaginu.

Hér að neðan eru bestu innleggin í hópinn að mati DV:

Forstjóri Baugs: Hluthafarnir (2001)
Klár í slaginn (2011)

 

Eiður reiður: Hefndarvegur greiður (2015)
Vogabyggð (2015)
Þvílíkt (2008)
Þvílíkt og annað eins (2009)
Kokhraust (1972)
Ókunnug staðháttum (2002)
Húð og híbýli (2011)
Framliðnir á faraldsfæti (2010)
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Óttar selur í Vesturbænum

Óttar selur í Vesturbænum
Fókus
Í gær

„Ozempic fætur“ er nýjasta aukaverkunin sem stjörnurnar geta ekki forðast

„Ozempic fætur“ er nýjasta aukaverkunin sem stjörnurnar geta ekki forðast
Fókus
Fyrir 2 dögum

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Háklassa vændiskona um dökku hliðar bransans – „Myndi aldrei mæla með starfinu“

Háklassa vændiskona um dökku hliðar bransans – „Myndi aldrei mæla með starfinu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Augnablikið sem Jóna Hrönn mun aldrei gleyma – „Þá ligg ég alveg flóandi í tárum“

Augnablikið sem Jóna Hrönn mun aldrei gleyma – „Þá ligg ég alveg flóandi í tárum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hvetur fólk til að hreinsa af vinalistanum – Þetta er fólkið sem þú ættir að losa þig við

Hvetur fólk til að hreinsa af vinalistanum – Þetta er fólkið sem þú ættir að losa þig við