fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fókus

Verstu lög Söngvakeppninnar

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 9. febrúar 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngvakeppni Sjónvarpsins á sér sögu sem nær aftur til ársins 1986. Á hverju ári eru ótal lög send inn og misgóð. Ætla mætti að sía Ríkissjónvarpsins myndi forða þjóðinni frá að verða vitni að mesta harmleiknum. En stundum bilar sían og afleiðingin er þessi. Hér eru nokkur af verstu lögum sem tekið hafa þátt í keppninni.

Sóldýrkendur
Magnús og Margrét Gauja.

Nýyrði varð til

Eurovision-æðið var mikið árið 1988 enda aðeins þriðja keppnin. Sigurvegarar það árið voru Stefán Hilmarsson og Sverrir Stormsker með lagið Sókrates. Í sjötta sæti endaði lag sem átti eftir að verða alræmt fyrir hallærislegheit. Það er Sólarsamba sem Magnús Kjartansson samdi og flutti ásamt dóttur sinni, Margréti Gauju, sem var þá á tólfta ári.

„Halló! Komið öll á fætur,“ er innkoma sem slær mann eins og kaldur og blautur þvottapoki í andlitið. Dansinn, búningarnir, sólgleraugun … gítarinn.

Lagið má hins vegar eiga það að skilja meira en kjánahroll eftir sig. Nýyrðið bongóblíða varð til í texta Magnúsar og hefur verið mikið notað allar götur síðan.

Ómar
Alveg í ruglinu.

Vandræðalegt

Enginn veit nákvæmlega hvað fór fram á þeim fundi þegar samþykkt var að leyfa hópnum Eróbikkjunni að fremja lagið Hopp-abla-ha í sjónvarpi allra landsmanna. Lagið var samið af Ómari Ragnarssyni og átti vitanlega að vera einhvers konar flipp. En þetta flipp skilaði sér í litlu öðru en niðurlægingu fyrir alla sem þátt tóku.

Í hópnum voru Ruth Reginalds, leikkonan Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Skúli Gautason úr Sniglabandinu og Ómar sjálfur. Átti lagið að fanga eróbikk-æðið sem gekk yfir heimsbyggðina og Ísland líka.

„Vinstri, hægri, vinstri og hopp. Hægri, vinstri, hægri og hopp. Hopp abla ha. Hopp abla ha!“ Þetta er lag sem getur hæglega valdið heilaskemmdum.

Merzedes Club
Stæltir strákar berja bumbur.

Heimsendareif

Árið 2008 var viðburðaríkt á Íslandi. Þá hrundu bankarnir með braki og brestum og fólk þusti út á götur til að bylta kerfinu. Fyrr á því ári sendi Barði Jóhannsson lagið Ho Ho Ho We Say Hey Hey Hey inn í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Ekki er loku fyrir það skotið að þessir atburðir tengist á einhvern hátt.

Flytjandinn var hljómsveitin Merzedes Club sem gaf út fleiri lög á árinu en lognaðist svo út af eftir það. Þar voru innanborðs Gillzenegger, Gaz-man og Partí-Hanz. Einnig pönkarinn Ceres 4 og söngkona að nafni Rebekka.

Lagið var heiladautt heimsendareif sem virtist einhvers konar afsökun til að sýna brúna og stælta karlmannskroppa. Liðsmenn Merzedes Club komust í fréttirnar fyrir orðaskak við Friðrik Ómar úr Eurobandinu sem hafði sigur í keppninni. Merzedes Club endaði í öðru sæti og Evrópu þar með þyrmt.

Eldgos
Bræðingur af bulli.

Sitt hvort lagið

Eldgos vakti athygli í Söngvakeppninni árið 2011 og sannaði þar með að ekki er öll athygli góð. Lagið var samið af Matthíasi Stefánssyni og flutt af nafna hans Matthíassyni og Erlu Björgu Káradóttur.

Lagið var þjóðlegt rokklag með vísun í eldgosið mikla í Eyjafjallajökli. Fengu áhorfendur vægt sjokk við að sjá pattaralegt goth útlitið á Matthíasi. Síðan enn meira þegar kafli Erlu Bjargar datt inn enda virtist hún ekki vera að syngja sama lag og hann. Að lokum góluðu þau saman líkt og tvær gaupur í slag.

Eldgos hefur sennilega verið mun betri hugmynd á pappír en í framkvæmd.

Ingó veðurguð
Orkan fór í sviðsmyndina.

Barnaleikrit

Meiri vinna var auðsjáanlega lögð í sviðsmyndina en lagasmíðina sjálfa í laginu Fátækur námsmaður. Það var samið og flutt af Ingólfi Þórarinssyni, Ingó veðurguð, í keppninni árið 2016.

Lagið sjálft er flatt og metnaðarlaust ömmugriparokk með engum broddi og misheppnuðu gríni. Innblásturinn hefur sennilega verið fenginn úr barnaleikritinu um Fíusól, en Ingó samdi einmitt tónlistina fyrir það.

Fátækur námsmaður komst blessunarlega ekki einu sinni upp úr undanriðlinum.

Egill og Sonja
Eins og tvær gaupur.

Pínlegir sólókaflar

Mikil spenna ríkti fyrir atriði Áttunnar í Söngvakeppninni árið 2018 enda var bandið það heitasta hjá æskunni. Lagið var hins vegar svo mikil vonbrigði að yngsta kynslóðin reyndi ekki einu sinni að afsaka það.

Söngurinn var í höndum Egils Ploder Ottóssonar og Sonju Rutar Valdin. Framan af var lagið flatt og einsleitt. Bros þeirra svo stjörf og þvinguð að óþægilegt var að horfa á. Undir lokin tóku við sólókaflar sem þau réðu engan vegin við. Óp Tarzans apabróður kemur upp í hugann.

Af óútskýrðum ástæðum komst lagið upp úr undanriðlinum en hafnaði á botninum í aðalkeppninni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bandarísk klámstjarna leigði fræga búbbluhótelið á Íslandi en sá rækilega eftir því

Bandarísk klámstjarna leigði fræga búbbluhótelið á Íslandi en sá rækilega eftir því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur Ingi bað konuna sína um skilning – „Hún sagði nei og vildi skilnað“

Ólafur Ingi bað konuna sína um skilning – „Hún sagði nei og vildi skilnað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valentína sannar að það er ljós við enda ganganna – Sigraðist á átröskun og fíknivanda

Valentína sannar að það er ljós við enda ganganna – Sigraðist á átröskun og fíknivanda