fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Mun hatrið sigra Júróvisjón? Það halda útlendingar: „Gerðu það, kjóstu þá“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 8. febrúar 2019 11:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hatrið mun sigra Júróvisjón, ef marka má athugasemdir við myndband hljómsveitarinnar Hatara fyrir framlag þeirra, Hatrið mun sigra, í Söngvakeppni sjónvarpsins 2019.  Viðbrögðin eru vægast sagt góð og margir sem ganga svo langt að segja að Ísland hafi aldrei áður átt jafn sigurstranglegt framlag. Íslendingar eru hvattir til að kjósa Hatara og stuðningi rignir yfir framlagið.

Ísraelsmaður segir að með því að senda Hatara væri hægt að senda Ísraelskum yfirvöldum skilaboð, sem eru jafnvel harkalegri heldur en hreyfingin sem hvetur til sniðgöngu á keppninni.  Meðlimir hljómsveitarinnar frá líka sinn skerf af hrósi og eru ítrekað kallaðir kynæsandi og heitir.

Blaðamaður tók saman helstu athugasemdirnar. 

Notandinn Brocklod segir Evrópu vilja Hatara „Þetta verður að fara í Júróvision. Ef þú býrð á Íslandi og ert að lesa þetta, gerðu það kjóstu þá því þetta er það sem Evrópa vill.“

Við fyrstu hlustun fannst notandanum Black Cat ekki mikið í lagið varið, svo las hann þýðinguna á textanum.  „Hugsaði: „Hver grefillinn, þetta líkar mér ekki“. Las svo þýðinguna og nú elska ég lagið.

„Þeir eru dásamlegir, klúrir, skelfilega óhugnanlega kynþokkafullir. Ég þarf þá til Tel Aviv. Koma svo Ísland!“, segir notandinn Federico Pifferi.

Matteo Favini hefur mikla trú á laginu.

„Ísland, þú getur loksins sigra Júróvisjón.“

Yogev Segal kemur frá Ísrael og honum finnst framlagið vera mikilvægt.

„Ísland, þið verðið að senda þetta lag. Ég kem frá Ísrael og ég er að segja ykkur það – við getum ekki beðið eftir að sjá Hatara með ögrandi, and-kapítalíska sýningu. Beint í smettið á yfirvöldunum okkar.  Þeir segja að sniðganga keppninnar sé ekki rétta aðferðin, og það kann vel vera satt. En þeir geta ekki þaggað niður í þeim keppendum sem hingað koma. Ef þeir vilja ekki BDM hreyfinguna [hreyfing sem hvetur til sniðgöngu keppninnar], færum þeim þá BDSM. Elska þig Ísland, veljið rétt.  Hatari, ef ykkur vantar samastað í Tel Aviv þá er stofan mín í boði.“

Sude Nur er heitt í hamsi vegna málsins, það má lesa úr notkun hástafa.  „Ísland, ef þú kýst þetta lag áfram þá verðurðu meðal fimm efstu. Gerðu það, ég bið þig SENDU ÞETTA LAG TIL TEL AVIV.“ Sömuleiðis er Midaugas Surblys mjög annt um að Íslendingar vandi valið. „VÁ! Ísland sendu þetta lag, það verður að vera með í Júróvísjón! Þetta er FERSKT og hljómar vel. Ísland gæti sigrað Júróvísjón 2019.  KJÓSUM ÍSLAND. 12 STIG!!“

Soccer Playa kemur með áhugaverða staðhæfingu: „Skemmtileg staðreynd: Allir í þessu myndbandi eru kynæsandi.“. Alessio Scianna mun alveg örugglega kjósa Ísland ef Hatari verður framlagið.  „Það er bara 1. febrúar en ég er strax búin að finna uppáhalds lagið og myndbandið í ár. Ísland mun brjóta blað í sögu Júróvisjón á þessu ári, ég sver það.“

Navi vill hlífa okkur frá sárri eftirsjá. „Við þurfum Hatari í Tel Aviv. Ef þið sendið ekki þetta lag þá munuð þið sjá eftir því. Óskir um gott gengi frá Spáni.“

Svona halda athugasemdirnar áfram og áfram þar sem lagið og hljómsveitin eru dásömuð,

„Ég sver til guðs Ísland, ef þið veljið ekki þetta lag þá mun ég öskra!“

„Þetta er dásamlegt. Guð minn góður Ísland sendið þetta í Júróvísjón

Nú sem aldrei fyrr vil ég að þau vinni, ef ekki bara til þess að samband evrópskra sjónvarpsstöðva deili myndbandinu á Júróvisjón YouTube rásinni.“

„Einmitt þegar þú hélst að Ísland gæti ekki orðið svalara“

„Vanalega hlusta ég ekki á þessa tegund tónlistar en ég varð ástfangin af þessu lagi. Ísland ef þið sendið þetta lag þá hugsa ég að þið getið skapað eina stærstu Júróvisjón minningu í sögunni.“

„Þetta er svo myrkt og djöflalegt, en þetta er það besta sem Ísland hefur boðið upp á síðan 1997“

Hér má svo sjá myndbandið við Hatrið mun sigra og lesa alla gullhamrana í athugasemdunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“