Aðsend grein Ara Hallgrímssonar í Morgunblaðinu fékk marga til að klóra sér í höfðinu enda textinn illskiljanlegur eins og þetta brot sýnir: „Gísli, Eiríkur, Helgi Seljan. Helgi kveljast. Ég seljan. Uno, dos, tres, gullbringusýsla. Nálægt mér. Atsjúúú. Hundur með kvef.“ Sennilegasta niðurstaðan er sú að pistillinn hafi verið ljóð.
Ungskáldið Ari er einungis sextán ára gamall. Faðir hans, Hallgrímur Helgi Helgason, er leikskáld. Hallgrímur er bróðir Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar og fyrrverandi leikkonu, og sonur stórleikaranna Helga Skúlasonar og Helgu Bachmann.
Hinn ungi Ari á því ekki langt að sækja listrænu hæfileikana.