Tilnefningar til Eddunnar voru kynntar í dag kl. 13 og fær kvikmynd Baldvin Z, Lof mér að falla, flestar tilnefningar eða 12 talsins. Kona fer í stríð er með næstflestar tilnefningar, 10 talsins og Andið eðlilega með níu tilnefningar.
Edduhátíðin verður haldin föstudagskvöldið 22. febrúar í Austurbæ og sýnd beint á RÚV. Almenn kosning fer fram á vefsíðu RÚV um Sjónvarpsefni ársins og keppa sjö verk um þau verðlaun.Verðlaun eru veitt í 26 flokkum auk heiðursverðlauna.
Edduverðlaunin eru árleg verðlaun sem veitt eru af Íslensku sjónavrps- og kvikmyndaakademíunni og eru tuttugu ár frá því að þau voru fyrst veitt. Frestur til að skila inn verkum í Edduna rann út í byrjun janúar og samkeppnin um þessi eftirsóttu verðlaun er síst minni í ár en fyrri ár, 118 verk voru send inn af framleiðendum, auk 214 innsendinga í fagverðlaun Eddunnar.
Gjaldgeng voru sjónvarps- og kvikmyndaverk sem voru sýnd opinberlega á tímabilinu 1. janúar 2018 til 31. desember 2018.
Kvikmynd
- Kona fer í stríð
- Andið eðlilega
- Lof mér að falla
Leikstjórn
- Baldvin Z fyrir Lof mér að falla
- Benedikt Erlingsson fyrir Kona fer í stríð
- Ísold Uggadóttir fyrir Andið eðlilega
Handrit
- Baldvin Z og Birgir Örn Steinarsson fyrir Lof mér að falla
- Benedikt Erlingsson og Ólafur Egill Egilsson fyrir Kona fer í stríð
- Ísold Uggadóttir fyrir Andið eðlilega
Leikkona í aðalhlutverki
- Elín Sif Halldórsdóttir fyrir Lof mér að falla
- Kristín Þóra Haraldsdóttir fyrir Andið eðlilega
- Halldóra Geirharðsdóttir fyrir Kona fer í stríð
Leikari í aðalhlutverki
- Eysteinn Sigurðarson fyrir Mannasiði
- Gísli Örn Garðarsson fyrir Varg
- Paaru Oja fyrir Undir halastjörnu
Leikkona í aukahlutverki
- Babetida Sadjo fyrir Andið eðllega
- Kristín Þóra Haraldsdóttir fyrir Lof mér að falla
- Lára Jóhanna Jónsdóttir fyrir Lof mér að falla
Leikari í aukahlutverki
- Kaspar Velberg fyrir Undir halastjörnu
- Sveinn Ólafur Gunnarsson fyrir Mannasiði
- Þorsteinn Bachmann fyrir Lof mér að falla
Kvikmyndataka
- Bergsteinn Björgúlfsson fyrir Kona fer í stríð
- Ita Zbroniec-Zajt og Ásgrímur Guðbjartsson fyrir Andið eðlilega
- Jó hann Máni Jóhannsson fyrir Lof mér að falla
Klipping
- Davíð Alexander Corno fyrir Kona fer í stríð
- Elísabet Ronaldsdóttir og Sigvaldi J. Kárason fyrir Varg
- Úlfur Teitur Traustason fyrir Lof mér að falla
Hljóð
- Emmanuel De Boissieu og Frédéric Meert fyrir Andið eðlilega
- Aymeric Devoldere, Francis De Morant, Raphael Sohier og Vincent Cosson fyrir Kona fer í stríð
- Huldar Freyr Arnarson fyrir Varg
Tónlist
- Atli Örvarsson fyrir Lói – þú flýgur aldrei einn
- Davíð Þór Jónsson fyrir Kona fer í stríð
- Gyða Valtýsdóttir fyrir Undir halastjörnu
Brellur
- Cem Olcer, Stephane Vogel og Annabelle Zoellin fyrir Kona fer í stríð
- GunHil fyrir Lói – þú flýgur aldrei einn
- Kontrast og GunHil fyrir Flateyjargátuna
Leikmynd
- Gunnar Pálsson & Marta Luiza Macuga fyir Lof mér að falla
- Heimir Sverrisson fyrir Varg
- Snorri Freyr Hilmarsson fyrir Kona fer í stríð
Gervi
- Kristín Júlla Kristjánsdóttir fyrir Andið eðlilega
- Kristín Júlla Kristjánsdóttir fyrir Lof mér að falla
- Kristín Júlla Kristjánsdóttir fyrir Varg
Búningar
- Eva Vala Guðjónsdóttir fyrir Andið eðlilega
- Eva Vala Guðjóns dóttir fyrir Lof mér að falla
- Margrét Einarsdóttir fyrir Flateyjargátuna
Heimildamynd
- UseLess
- Svona fólk 1970-1985
- 690 Vopnafjörður
Stuttmynd
- Islandia
- Nýr dagur í Eyjafirði
- To Plant a Flag
Frétta- eða viðtalsþáttur
- Krakkafréttir
- Kveikur
- Fósturbörn
Mannlífsþáttur
- Andstæðingar Íslands
- Hæpið
- Veröld sem var
- Sítengd
- Líf kviknar
Menningarþáttur
- Kiljan
- Með okkar augum
- Fullveldisöldin
Skemmtiþáttur
- Stundin okkar
- Heimilistónajól
- Áramótaskaup 2018
Sjónvarpsmaður
- Alma Ómarsdóttir fyrir Fréttaannál 2018
- Sigríður Halldórdóttir fyrir Kveik
- Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fyrir Allir geta dansað
- Sigyn Blöndal fyrir Stundina okkar og Sögur – þættir um sköpun, skrif og lestur
- Viktoría Hermannsdóttir fyrir Sítengd
Upptöku- eða útsendingastjórn
- Björgvin Harðarson fyrir Pál Óskar í Höllinni
- Björgvin Harðarson fyrir Allir geta dansað
- Þór Freysson fyrir Jólagesti Björgvins
Barna- og unglingaefni
- Víti í Vestmannaeyjum
- Lói – þú flýgur aldrei einn
- Stundin okkar
Leikið sjónvarpsefni
- Venjulegt fólk
- Mannasiðir
- Steypustöðin
Sjónvarpsefni
- Kveikur
- Líf kviknar
- Með okkar augum
- Áramótaskaupið
- Kiljan
- Mannasiðir