fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Umhverfisvæn íslensk fatalína fæðist í Grikklandi

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Hákonardóttir og Helga Björg Kjerúlf eru hönnuðirnar á bakvið USEE STUDIO. Hönnunarstofan sendi nýverið frá sér fatalínuna Egaleo.

Línan er framleidd í Grikklandi en þær stöllur eyddu hluta af síðasta sumri í Aþenu þar sem þær þróuðu og unnu að framleiðslu línunnar. Eins og fyrri verk USEE STUDIO er línan unnin út frá róttækum sjálfbærum sjónarmiðum, til að mynda er megin efniviður flíkanna gamlir efnalagerar og rekjanlegur lífrænn bómull.

Hugmyndin að fatalínunni kom til í vinnuferð USEE STUDIO til Aþenu vorið 2018 en USEE STUDIO var í Aþenu í þeim tilgangi að vinna að samstarfsverkefni við gríska fatamerkið IT’S A SHIRT. Í ferðinni uppgötvaði stofan að Aþena hefur að geyma ríka textíl- og fata framleiðslusögu sem hefur orðið undir eftir að evrópsk framleiðsla fluttist að mestu til Suðaustur-Asíu vegna ódýrs vinnuafls þar. Miðborg Aþenu hefur að geyma mikið af gömlum rykföllnum efna- og fatalagerum sem standa óhreyfðir og í raun hálfgerð gullnáma.

Egaleo línan er nú þegar komin í sölu og hafa viðtökurnar verið vonum framar að sögn USEE STUDIO. Línuna má sjá hér.

USEE STUDIO á Instagram.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 16 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?