Hin glæsilega króatíska söngkona, Vesna, heldur tvenna tónleika í Reykjavík á næstunni. Hún mun syngja á Kaffi Vínil, Hverfisgötu 76, föstudagskvöldið 8. febræuar og á Dillon, Laugavegi 30, þriðjudaginn 19. febrúar.
Henni til aðstoðar verða píanóleikarinn og Hafnfirðingurinn Hjörtur Howser og saxófóngaldramaðurinn Jens Hansson. Vesna er fædd í Króatíu og alin upp í Þýskalandi. Hún hefur sungið á króatísku, þýsku og ítölsku auk ensku og hefur átt farsælan feril sem fyrirsæta og leikkona.
Vesna hefur dvalist hér á landi um nokkurt skeið og heillast af landi og þjóð. Hún mun syngja lög úr ýmsum áttum auk sinna eigin tónsmíða og hún lofar afar fjölbreyttri söngskrá.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir.
Með því að smella hér má heyra mörg áhugaverð sýnishorn af tónlist Vesnu.