fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Sigursteinn fjallar um geðveikina í lífi sínu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 18:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigursteinn Másson heldur Höfundakvöld í Hannesarkvöldi fimmtudaginn 7. febrúar kl. 20. 

Að vera sáttur og halda í vonina er grunnur batans. Nýlega kom út bókin Geðveikt með köflum eftir Sigurstein sem fjallar um fjóra geðveika kafla í lífi Sigursteins, en hann greindist með geðhvörf haustið 1996. Hann var formaður Geðhjálpar í átta ár og lét að sér kveða í geðheilbrigðismálum um árabil. Áður var hann sjónvarpsfréttamaður og vann að gerð heimildarmynda m.a. um hin svonefndu Geirfinns- og Guðmundarmál. Síðustu fimmtán ár hefur hann starfað að dýravelferðarmálum. Sigursteinn mun í höfundarspjalli sínu lesa kaflabrot upp úr bók sinni og svara spurningum um efni hennar en einnig ræða við gesti um geðheilbrigðismál í víðu samhengi.

Veitingastofurnar verða opnar fram eftir kvöldi og gestum býðst að snæða kvöldverð í veitingastofunum á undan spjallinu ef þeir óska. Borðapantanir á hannesarholt@hannesarholt.is eða í síma 511-1904. Matseðil kvöldsins má finna á heimasíðunni undir veitingastaður.

Viðburður á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón: Sonur Angelinu Jolie með henni í fyrsta skipti í þrjú ár

Sjaldséð sjón: Sonur Angelinu Jolie með henni í fyrsta skipti í þrjú ár