fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Ragnar Jón er með geðhvarfasýki – „Skíthræddur við að koma út úr skápnum í vinnunni“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 4. febrúar 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Jón Humi Ragnarsson var 26 ára gamall þegar hann var greindur með geðhvarfasýki árið 2013. Hann segir að þungu fargi hafi verið létt af honum þegar hann fékk loksins að vita hvað var að honum en hann hafði glímt við þunglyndi frá menntaskólaaldri. Eftir mikla sjálfsvinnu hefur hann lært inn á sjálfan sig og veikindi sín og nýtur daglegrar rútínu og hversdagslífs.

Blaðamaður DV settist niður með nafna sínum og ræddi hversdaginn, veikindin, batann til betra lífs og baklandið sem er stoð og stytta Ragnars.

Þetta er hluti af stærra viðtali í helgarblaði DV.

Skíthræddur við að koma út úr skápnum í vinnunni

Líkt og áður segir þá vinnur Ragnar hjá Isavia, og segir hann að hann hafi verið búinn að vinna þar í svolítinn tíma þegar hann varð að segja frá veikindum sínum. „Það var stórt skref að vinna úr þessari skömm og hluti af því var að koma út úr skápnum í vinnunni með veikindi mín. Ég var þá með þrjá yfirmenn sem ég þurfti að tala við. Ég var skíthræddur og var viss um að ég myndi missa vinnuna, en mér var alls staðar tekið vel. Einn þeirra horfði á mig hugsi og sagði að lokum: „Láttu mig bara vita ef þú hættir að taka lyfin þín.“ Svo hlógum við báðir.

Ég mæti alltaf í vinnu, nema á 2–3 mánaða fresti þá kemur niðursveifla sem varir í 2–4 daga og þá stimpla ég mig bara út á meðan og fer í veikindaleyfi í þann tíma og svo kem ég inn aftur. Þau sem vinna með mér vita að ég svara ekki síma eða tölvupósti þegar ég er veikur. Þó að ég sé bara heima að spila tölvuleik, þá lem ég mig ekki niður fyrir það, af því að ég veit að þetta tímabil klárast. Ef ég væri búinn að spila í tvær vikur þá væri konan mín búin að segja við mig: „Jæja, Humi, þarftu nú ekki að fara að gera eitthvað, tala við lækninn?“

Ef ég gef sjálfum mér andrými til að vera lasinn þá er þetta rútína sem virkar fyrir mig. Þegar ég er ekki veikur vinn ég forvinnuna mína; að skapa mér heilbrigða sjálfsmynd, mataræði, hreyfingu og allt það gerir að verkum að mér líður betur, og fyrir vikið verða veikindatímabilin styttri.“

 

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024