Grínistinn Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, mun skrifa leikgerð eftir þekktri skáldsögu afa síns, Halldórs Laxness, Atómstöðinni. Hann greinir frá þessu á Twitter og kemur þar fram að hann og Þjóðleikhúsið hafi komist að samkomulagi um uppsetningu á verkinu. Verkið verður tekið til sýninga á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu leikárið 2019-2020.
Þess ber að geta að Atómstöðin var gerð að kvikmynd sem kom út árið 1984 í leikstjórn Þorsteins Jónssonar. Sagan segir frá aðlögun ungrar sveitastúlku að lífinu í Reykjavík eftir seinna stríð. Inn í söguna fléttast ýmis hitamál síns tíma og ádeila á borgarleg gildi og vestrænt siðferði.
Hér að neðan má sjá færslu Halldórs á Twitter.
Big man/stage ting. pic.twitter.com/BX2EdpSBch
— Halldór Halldórsson (@DNADORI) February 4, 2019