Heiða B. Heiðars, auglýsingastjóri Stundarinnar, hefur lokið störfum á miðlinum sem hún hjálpaði til við að stofna. Heiða hóf störf á auglýsingadeild DV árið 2010 og tók síðan þátt í stofnun Stundarinnar í janúar 2015. Aðspurð hvað tæki við sagði Heiða: „Núna er ég að horfa á Netflix, svo sé ég til.“