fbpx
Föstudagur 17.janúar 2025
Fókus

Ertu að fara til New York í fyrsta sinn? Þessir staðir eru ómissandi

Auður Ösp
Sunnudaginn 3. febrúar 2019 19:00

New York borg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að fullyrða að New York sé borg sem allir verða að heimsækja að minnsta kosti einu sinni. New York hefur eitthvað fyrir alla, sama hver maður er, hvaðan maður kemur eða hverju maður hefur áhuga á. Hér má finna yfirlit yfir nokkra staði sem verða að teljast ómissandi fyrir þá sem eru að heimsækja Stóra eplið í fyrsta skipti. Rétt er þó að benda á að eingöngu er einblínt á Manhattaneyju og listinn er engan veginn tæmandi, enda dugir varla ævin til að uppgötva borgina. New York er ein af þeim borgum sem hægt er að heimsækja aftur og aftur.

Það liggur beinast við að fyrsti áfangastaðurinn sé Times Square, miðpunktur leikhúsa-, bíóhúsa- og skemmtanahverfisins og eitt helsta kennileiti borgarinnar. Upplifunin er einfaldlega ómissandi. Háhýsin, mannmergðin og risavaxin auglýsingaskiltin fá þig til að finnast sem maður sé staddur í nafla alheimsins, og eftir að rökkva tekur breytist svæðið í einhvers konar neonljósadraumaheim. Í hliðargötunum má finna flest stærstu Broadway-leikhúsin og það er í raun sama hvað mann langar að gera gera, sjá, borða eða drekka. Allt er innan seilingar.

Búðaráp er ómissandi í hugum margra Íslendinga en í raun er ekki hægt að benda á eitt ákveðið svæði í New York, heldur á hvert hverfi í borginni sitt eigið verslunarhverfi. Í kringum Times Square má finna flestar af þeim verslunarkeðjum sem eru vinsælar á meðal Íslendinga. East Village, West Village, Midtown og Soho eru sömuleiðis vinsæl hverfi. Þar má  finna vinsælar bandarískar verslanakeðjur á borð við Target, Marshalls og JC Penney  að ógleymdri Macy’s-versluninni frægu. Stórverslanir á borð við Tiffany’s, Barneys, Bloomingdale og Saks er síðan að finna á Fifth Avenue.

Times Square er ótrúlegur áfangastaður

Heimsókn á 86. hæð Empire State skýjakljúfsins er einnig ómissandi, og þaðan er 360 gráðu útsýni yfir Manhattaneyju. Varla er hægt að finna betri bakgrunn fyrir myndatökur fyrir Instagram eða Snapchat, og nú er einnig hægt að taka lyftuna upp á 102. hæð byggingarinnar. Reynsluboltar mæla með að komið sé snemma að morgni til að fylgjast með sólarupprás eða seint að kvöldi til að virða fyrir sér sólsetrið, og bóka miða á heimasíðu byggingarinnar, esbnyc.com.

Frelsisstyttan á Liberty Island er að sjálfsögðu á listanum en heimsókn þangað getur tekið tvær til þrjár klukkustundir. Til að spara tíma og sleppa við að greiða aðgangseyri og standa í löngum biðröðum, þá er tilvalið að skella sér í ókeypis útsýnisferð með Staten Island-ferjunni.

Hægt er eyða heilu dögunum í almenningsgarðinum Central Park. Skreppa í lautarferð með nesti og liggja í sólbaði á góðviðrisdögum, fylgjast með götulistamönnum, skella sér í bátsferð á vatninu, leigja hjól eða bara fylgjast með mannlífinu.

Fjölmenningarhverfin eru þónokkur í New York og heimsókn í Chinatown svíkur engan. Ljóskerin, kínversku merkingarnar, örtröðin og óskipulagið er óneitanlega framandi upplifun. Viltu kaupa lifandi skjaldböku eða fá þér ferskan ál í hádegismat? Á hverju horni er að finna undarlegar sérverslanir, lítil kínversk apótek og þá þarf vart að nefna veitingastaðina og kaffihúsin. Eftir heimsókn í Kínahverfið er síðan tilvalið að heimsækja Little Italy sem er í næsta nágrenni og fá sér alvöru „gelato“ eða pítsusneið og rauðvínsglas.

Það er ómissandi að heimsækja Chinatown í New York

Það er enginn skortur á söfnum í New York og líklega verður að teljast óraunhæft að ætla að heimsækja þau í einni ferð. Þau listasöfn sem líklega teljast með þeim allra vinsælustu eru The Metropolitan Museum of Art, The Museum of ModernArt (Moma) og Guggenheim. Önnur vinsæl söfn eru American Museum of Natural History, sædýrasafnið New York Aquarium að ógleymdu Minningarsafninu 9/11 Memorial & Museum sem byggt var í kringum rústir World Trade Center.

Íþróttaaðdáendur verða að sjálfsögðu ekki sviknir af heimsókn á einn frægasta leikvang heims, Madison Square Garden. Varla er til betri leið til að upplifa sig eins og heimamann með því að að fara á alvöru amerískan hafnaboltaleik með New York Knickerbockers eða „The Knicks.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar
Fókus
Í gær

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drew Barrymore hefndi sín á fyrrverandi með kostulegum hætti – „Haltu kjafti og hlustaðu“

Drew Barrymore hefndi sín á fyrrverandi með kostulegum hætti – „Haltu kjafti og hlustaðu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leynilögreglumaður myndaði sterk tengsl við undirheimana: „Ég get ekki sagt þér hversu oft ég hélt að ég væri að fara deyja“

Leynilögreglumaður myndaði sterk tengsl við undirheimana: „Ég get ekki sagt þér hversu oft ég hélt að ég væri að fara deyja“