fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fókus

Styrkir veittir úr listsjóðnum VERÐANDI í fyrsta sinn

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 1. febrúar 2019 13:30

Fremri röð frá hægri: Ellý Vala Ármannsdóttir, Margrét Árnadóttir, Helga Kvam, Tinna Björg Traustadóttir, Jón Þorsteinn Reynisson, Jenný Lára Arnórsdóttir, Kristín Sóley Björnsdóttir, Hulda Sif Hermannsdóttir. Efri röð frá hægri: Ásthildur Sturludóttir, Jón Pálmi Óskarsson, Heimir Haraldsson, Unnar Jónsson, Þorleifur Stefán Björnsson, Rafnar Orri Gunnarsson, Helgi Svavarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veittir voru styrkir í fyrsta sinn úr listsjóðnum VERÐANDI í Menningarhúsinu Hofi í gær. Það voru 16 umsóknir sem bárust sjóðnum og 10 verkefni sem fengu brautargengi á þessu fyrsta úthlutunartímabili sem er 4. janúar – 31. júlí í ár. 

Styrkþegarnir tíu munu standa fyrir fjölbreyttum viðburðum í Menningarhúsinu Hofi á þessum tímabili, sem dæmi má nefna Piazolla kvintett tónleikum, dansgjörningi með frumsaminni tónlist, kórtónleikum, útgáfutónleikum, hátíðardagskrá til heiðurs Elísabetu Maríu, jasstónleikum, klassískum tónleikum og popptónleikum ásamt bíótónleikum með lúðrasveit.

„Það var afar ánægjulegt að fá svo fjölbreyttar umsóknir, sjá metnað listafólksins og vilja til að nýta sér aðstöðuna í menningarhúsinu Hofi fyrir þeirra flottu og krefjandi viðburði. Við starfsfólk Menningarfélagsins hlökkum til að taka á móti þeim í hús. Þesir viðburðir munu án efa bæta litum í annars litríkt og fjölbreytt listalíf hér á Akureyri og vonandi verða mörgum til gleði og stuðnings til að láta drauma sína rætast,“ segir Kristín Sóley Björnsdóttir viðburðastjóri Menningarfélas Akureyrar og verkefnastjóri Verðanda.

Megintilgangur sjóðsins er að styrkja listafólk til að nýta Menningarhúsið Hof og Samkomuhúsið sem vettvang fyrir listsköpun sína. Listsjóðurinn á að auðvelda ungu listafólki og þeim sem starfa utan stofnana að nýta sér þá fyrirmyndaraðstöðu sem húsakynni Menningarfélags Akureyrar búa yfir, auk þess að stuðla að fjölbreytileika í listviðburðum og nýta þá möguleika sem þar eru fyrir fjölbreytta viðburði.

Listsjóðurinn VERÐANDI varð til formlega 15. nóvember á síðasta ári þegar Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, Þórleifur Stefán Björnsson, formaður stjórnar Menningarfélagsins Hofs, og Þuríður Helga Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar, undirrituðu samkomulag um stofnun hans.

Auglýst verður aftur eftir umsóknum í Listjóðinn Verðandi í mars næstkomandi fyrir tímabilið 1. ágúst 2019 til loka júlí 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively
Fókus
Fyrir 3 dögum

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“