fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Ingibjörg Pálma – „Mér fannst merkilegt að maðurinn minn varð ekki eignalaus við ráðahaginn eins og ég“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 31. janúar 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir er alin upp í Hagkaup af föður sínum, verslunarmanninum Pálma Jónssyni. Hún fór snemma í eigin rekstur og er vel þekkt úr viðskiptalífinu. Hún er forstjóri og eigandi Torgs ehf., sem gefur út Fréttablaðið, tímaritið Glamour og Iceland Magazine og er meðal annars sjöundi stærsti hluthafi í Högum og eigandi og hönnuður 101 hótels.

Í Fréttablaðinu í dag er rætt við Ingibjörgu og fjölda annarra kvenna í atvinnulífinu, en í dag fer fram viðurkenningarhátið FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu. Ingibjörg ræðir stöðu kvenna á vinnumarkaði, kynjakvótann og hvernig margir telja hana viljalaust verkfæri í hjónabandinu hvað varðar eignir og fyrirtæki þeirra hjóna, en eiginmaður hennar er Jón Ásgeir Jóhannesson kaupsýslumaður.

Konur eru áberandi í stjórnunarstöðum í fyrirtækjum í eigu Ingibjargar: útgefandi Fréttablaðsins er kona, annar tveggja ritstjóra blaðsins, fjármálastjórinn og framkvæmdastjóri rekstrarsviðs allt konur. Hótelstjórinn, aðstoðarhótelstjórinn og veitingastjórinn á 101 hótel eru allar kvenkyns. „Svo er það þannig í öllum fyrirtækjum að það er einhver sem græjar allt. Hjá mér er það kona í smiðsbuxum sem lærir rafvirkjun á kvöldin,“ segir hún. Rekstur eignarhaldsfélags Ingibjargar, IP Studium, er í höndum kvenna.

„Mér hefur því miður fundist þróunin sú að fólkið sem ræður lítur á þennan kynjakvóta sem kvöð. Box til að haka við. Mér hefur sýnst þurfa að leita sérstaklega eftir konum til að bjóða sig fram, til að mynda í stjórnir í skráðum félögum. Það sem svo gerist, aftur og aftur er að það er leitað til þeirra sömu og þar með, óumflýjanlega, er komið í veg fyrir að nokkur endurnýjun eigi sér stað. Þarna finnst mér við þurfa að staldra við. Hvers vegna eru konur ekki að bjóða sig fram í stjórnir eins og karlarnir?

Ingibjörg segist sjálf ekki fara varhluta af því að vera kona í atvinnulífinu og eigin rekstri og segir hún oft sé litið svo á að hún sé hliðarsjálf eiginmanns hennar, þegar fjallað er um fyrirtæki í hennar eigu.

Það er frekar súrt. Þótt ég sé kona, þá á ég nefnilega þau fyrirtæki sem eru skráð í minni eigu. Þetta hefur sérstaklega verið erfitt fyrir ákveðna fjölmiðla að skilja, Ríkisútvarpið og svo nokkra smámiðla sem Ríkisútvarpið svo hampar, að ég hafi skoðanir og jafnvel úrslitavald um eigin rekstur. Þetta fer alveg nett í taugarnar á mér, að ég hafi orðið að einhvers konar viljalausu verkfæri þegar ég gifti mig tæplega fimmtug og missti greinilega sjálfræði og allar mínar eignir um leið. Mér fannst það alveg merkilegt að maðurinn minn varð ekki eignalaus við ráðahaginn eins og ég.

Segir hún að Jón Ásgeir sé hennar besti samstarfsfélagi, bæði í leik og starfi.

Skýtur hún fast á Steinunni Guðbjartsdóttur, sem var formaður skilanefndar Glitnis. Ingibjörg segir: „Megi hún hafa ævavarandi skömm fyrir“ að lögsækja hana fyrir dómstólum fyrir að vera hliðarsjálf eiginmanns hennar. „Skemmst frá því að segja að það dómsmál var látið niður falla. Ég held að allir sem þekki mig geri mér það ekki upp að vera hliðarsjálf nokkurs manns.“

Viðtalið við Ingibjörgu, sem og fjölda annarra kvenna í atvinnulífinu, má lesa í heild sinni í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart