Sigga Dögg kynfræðingur birti myndir á Instagram af tíðablóði, dömubindum og túrtöppum og í texta sem hún skrifar með segir hún að það sé löngu kominn tími til að hætta að pukrast með blæðingar.
Þetta er tíðablóð.
Nei það er ekki blátt eins og í auglýsingum. Við blæðum ekki Ajax gluggaspreyi eða frostvökva.
Og það getur verið í mismunandi formi og mismunandi litum.Og nei það er ekki líter á dag sem blæðir hjá okkur, meira eins og í eitt glas (magnið getur verið mismunandi milli blæðara).
Af hverju erum við enn þá að fela túrtappa og dömubindi þegar við þurfum að skipta um slíkt á almenningsstöðum?
Af hverju eru blæðingar enn þá „viðkvæmt“ „kvenna“ mál?
Af hverju erum við enn þá að nota blæðingabrandara um „þessi tími mánaðarins?“ Það er ekki eins og við séum að segja við sæðisframleiðendur „ég er viss um að þú ert fúll af því að þú hefur ekki brundað í smátíma ha? Frekar spes ekki satt?
Fólk er pirrað, sumir meira en aðrir. Sumir af því þeim blæðir, aðrir, ég veit það ekki, lífið?
Og
Ég trúi á að nota ljósmyndir við kynfræðslu. Ég skil að teikningar eru krúttlegar. Þær eru það. Og þær geta verið skemmtilegar. En þegar kemur að kynfræðslu, getum við þá notað ljósmyndir?
Við hvað erum við hrædd? Það er árið 2019 og eins og sagt er um dauðann, þá getur allt breyst á augabragði og hvers vegna erum við þá enn þá að forðast raunveruleikann?
Ég trúi á kraft hins raunsanna og kraft þess að segja sannleikann, óinnpakkaðan, en stundum með smá glimmer dreift yfir. Og þú getur gert það líka. Sýnum blæðingavörur og myndir af þeim eins og þær eru í alvörunni. Án þess að þær lykti eins og þær lykta í alvörunni. Skilurðu?
Þannig að þegar þú ert að tala um blæðingar, af hverju ekki að sýna alvöru túrtappa/álfabikara/dömubindi/túrbrækur?
Getum við byrjað að fagna blæðingum?
https://www.instagram.com/p/BtDxm0ng1X1/