fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Hugmyndasamkeppni um sögu- og tæknisýningu í Elliðaárstöð og umhverfi

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 29. janúar 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orkuveita Reykjavíkur í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands efnir til lokaðarar hugmyndasamkeppni, að undangengnu forvali, um sögu- og tæknisýningu í Elliðaárstöð og nánasta umhverfi hennar, nærliggjandi húsum í eigu OR og tengingu við útivistarsvæðið í Elliðaárdal.

Um samkeppnina

Elliðaárdalurinn hefur sérstakan sess í hugum borgarbúa og fyrir margra hluta sakir. Hann er orðinn eitt vinsælasta útvistarsvæðið að sumri jafnt sem vetri, þar er veiddur lax í miðri höfuðborg en þar er líka vagga veitureksturs í borginni. Reykvíkingar sóttu sér drykkjarvatn í vatnsveituna í Elliðaárnar og endurnýjanleg orka hefur fengist þaðan í formi rafmagns og heits vatns í hitaveituna um áratugaskeið. Orkuveita Reykjavíkur á þannig rætur í dalnum.

Markmiðið Orkuveitu Reykjavíkur með þessu verkefni er að fólk eigi greiðan aðgang að þessu einstaka svæði í borginni sem er í almannaeigu, auka upplifun og ánægju og miðla fróðleik. Orkuveita Reykjavíkur vill rækta ræturnar og standa vörð um dalinn, lífríki hans og sögu.

Markmið

Markmið OR með uppsetningu sögu- og tæknisýningar sem nýti eignir fyrirtækisins í Elliðaárdal eru einkum þessi:

  • Gera mannvirki OR í Elliðaárdal aðgengilegri almenningi
  • Varpa ljósi á þátt veitnanna í þróun borgarsamfélagsins
  • Kynna eðli og umfang núverandi starfsemi OR og dótturfyrirtækjanna; Veitna, Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur
  • Auka áhuga einkum ungs fólks á iðn- og tæknistörfum og gera störf í virkjana- og veiturekstri aðlaðandi fyrir ungt fólk
  • Efla fræðslugildi Elliðaárdalsins sem útivistarsvæðis
  • Segja frá laxveiðum úr ánum og samspili þeirra við aðrar nytjar
  • Taka upp samstarf við Borgarsögusafn til að njóta sérfræðiþekkingar starfsfólks þess og nábýlisins við Árbæjarsafn
  • Finna stað þremur jarðborum, sem eru skilgreinandi fyrir tæknilega þróun nýtingar jarðhita í stað kolefnaeldsneytis til húshitunar í landinu

Áherslur dómnefndar

Dómnefnd metur innsendar tillögur með hliðsjón af samkeppnislýsingu þessari, ásamt keppnisgögnum sem vísað er til. Við mat á innsendum tillögum horfir dómnefnd einkum til þess hvernig tillagan kemur á móts við tilgang samkeppninnar eins og þeim er lýst í markmiðum keppninnar.

  • Tillagan kynnir eðli og umfang núverandi starfsemi OR og dótturfyrirtækjanna; Veitna, Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur.
  • Tillagan hefur að leiðarljósi að efla áhuga á þætti veitureksturs í Elliðaárdal í þróun borgarsamfélagsins á höfuðborgarsvæðinu.
  • Tillagan stuðlar að heildrænni ásýnd mannvirkja, góðum tengslum mannvirkja við umhverfi sitt og góðum tengingum út í aðra hluta Elliðaárdals.
  • Tillagan ýtir undir forvitni og fræðslu með nýstárlegum og gagnvirkum lausnum sem auka áhuga ungs fólks á að starfa að orku- eða veitumálum.
  • Tillagan ýtir undir notkun vistvænna lausna, í samræmi við umhverfisstefnu OR samstæðunnar.

Tilhögun samkeppni

Samkeppnin er lokuð hugmyndasamkeppni að undangengnu forvali sem verkkaupinn, Orkuveita Reykjavíkur, heldur. Umsókn um þátttöku í samkeppninni er opin hönnuðum, landslagsarkitektum og arkitektum í samstarfi við aðra fræði- og faghópa og er sérstaklega hvatt til þverfaglegrar nálgunar. Forvalsnefnd fer yfir allar innsendar umsóknir og velur úr þeim fjóra til sex þátttakendur í samkeppninni. Forvalsnefnd mun velja þátttakendur út frá reynslu þeirra og hæfni til að takast á við úrlausn viðfangsefnis samkeppninnar. Þar verður horft til fyrri verka, reynslu einstaklinga í teyminu, sem tilnefnt er, auk þess hvernig teymið er samsett með tilliti til þverfaglegrar þekkingar og bakgrunns. Umsækjendur í forvali skulu skila inn eftirfarandi gögnum:

  • Ferilskrá verkefnisstjóra/aðalhönnuðar teymis.
  • Lýsingu á fyrri verkum, ásamt myndum.
  • Greinargerð um samsetningu teymis, með tilliti til þverfaglegrar þekkingar og bakgrunns meðlima. Ferilskrár mega gjarnan fylgja.
  • Greinargerð, hámark 700 orð, þar sem nánar er gerð grein fyrir umsókn.

Umsækjendur skulu skila inn umsókn um þátttöku í forvali á rafrænu formi fyrir kl. 16.00 fimmtudaginn 14. febrúar 2019. Umsóknum skal skilað á netfangið samkeppni@honnunarmidstod.is. Ekki verður tekið við umsóknum er berast eftir tímafrest.

Umsækjendum sem veljast til þátttöku verður tilkynnt um það af kepppnisritara og trúnaðarmanni samkeppninnar. Tilkynnt verður opinberlega hverjir veljast til þátttöku í lokuðu hugmyndasamkeppninni fimmtudaginn 21. febrúar 2019.

OR mun greiða hverju teymi er velst til þátttöku í samkeppninni kr. 1.000.000 fyrir tillöguna, að því gefnu að hún sé fullnægjandi samkvæmt keppnislýsingu og uppfylli skilyrði um afhendingu og skilaform. Þóknun verður greidd að samkeppni lokinni, þegar úrslit liggja fyrir.

OR er fyrirtæki í almannaeigu og leggur áherslu á að fara vel með fjármuni. Kostnaður við útfærslu á tillögum skal taka mið af því.

Keppnisgögn

  • Keppnislýsing þessi
  • Kortagrunnur á tölvutæku formi
  • Loftmynd á tölvutæku formi
  • Teikningar af mannvirkjum
  • Ítarefni um OR og forsendur samkeppninnar
  • Heildarstefna OR
  • Umhverfis- og auðlindastefna OR
  • Stefna OR um samfélagsábyrgð
  • Viljayfirlýsing OR og Borgarsögusafns um að varðveita sögu veitureksturs

Þátttakendur keppni

Hvatt er til þverfaglegrar nálgunar en samkeppnin er opin hönnuðum, landslagsarkitektum, arkitektum í samstarfi við aðra fræði- og faghópa. Ef teymi vinnur saman að tillögunni er nóg að einn úr teyminu uppfylli menntunarkröfur.

Dómnefnd

Þriggja manna forvalsnefnd fer yfir umsóknir og velur umsækjendur til þátttöku í samkeppninni. Í forvalsnefnd sitja:

  • Eiríkur Hjálmarsson // OR
  • Guðrún Lilja Gunnlaugsd., vöruhönnuður // Hönnunarmiðstöð Íslands
  • Baldur Helgi Snorrason, arkitekt AÍ // Hönnunarmiðstöð Íslands

Í fimm manna dómnefnd sitja:

  • Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR, formaður dómnefndar // OR
  • Guðbrandur Benediktsson, forstöðumaður Borgarsögusafns // OR
  • Heiða Aðalsteinsdóttir, landslagsarkitekt// OR
  • Guðrún Lilja Gunnlaugsd., vöruhönnuður // Hönnunarmiðstöð Íslands
  • Baldur Helgi Snorrason, arkitekt AÍ // Hönnunarmiðstöð Íslands

Dómnefnd er heimilt að leita eftir áliti utanaðkomandi sérfræðinga um einstök atriði telji hún þess þörf.

Allar nánari upplýsingar um samkeppnina er að finna á vef Hönnunarmiðstöðvar og Orkuveitunnar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“