Finnski plötusnúðurinn Darude mun taka þátt fyrir hönd Finnlands í Eurovisionsöngvakeppninni í ár.
Hann er þekktastur fyrir lagið Sandstorm sem naut mikilla vinsælda um allan heim árið 2000.
Ekki er enn ákveðið hvaða lag verður framlag Finna, en kosið er á milli þriggja laga, sem koma út á vikufresti í febrúar, þann 8., 15., og 22. en kosningin fer fram þann 2. Mars.
Darude, eða Ville Virtanen eins og hann heitir réttu nafni, segir að þátttakan sé stór áskorun fyrir hann.
„Ég var smá hræddur til að byrja með þegar ég var beðinn um að koma fram fyrir hönd Finnlands, en ég gat ekki sagt nei við landið mitt. Það er heiður að fá að vera hluti af þessari frábæru upplifun.“